Sigurður Arnarson

Höfundur -

Sigurður Arnarson

sóknarprestur
Í leyfi

Pistlar eftir höfund

Ljós, líf og kærleikur.

“Að brosa með hjartanu”. Það er djúp og tær merking í þessum orðum. Þegar hjarta tengist hjarta og brosið kemur óþvingað. Kærleikur tær og hreinn og allt lýsist upp.Það gerist til dæmis: þegar maður heyrir frásögnina hjá Lúkasi um fæðingu frelsara. Þurfti heimurinn og þarf heimurinn frelsara?

"Dimmir dagar" og "ljós mannsins"

Gleymist stundum að nema staðar? Upplifa, leitast við að skilja það sem í kringum mann er? Á maður að henda því til hliðar, sem gamalt er og manni finnst ef til vill erfitt að skilja?

Ferðasögur lífsins

Dvelja sumir í fortíðinni? Horfa ætíð um öxl? Saga er til af manni sem gekk eitt sinn eftir sjávarsíðu með sonarsyni sínum. Á vegi þeirra varð gamall maður, sem kvartaði sáran yfir vandræðum sínum en hann hafði nýlega fengið sólsting og leið ekki vel. Drengurinn hlustaði á samtal afa síns og hins mannsins en náði greinilega ekki alveg öllu vegna þess að stuttu síðar sagði hann við afa sinn: „Afi ég vona það að þú fáir aldrei sólsetur.“ Þau sem játa kristna trú stefna áfram í ferðalagi sínu um lífið, ekki til sólseturs heldur til dögunar. Ekki afturábak heldur áfram að markinu.

Dýrð, vald og virðing

Þegar makinn áttaði sig þá á því að viðmælandi sinn væri umræddur heilsugæslustarfsmaður, sem hann hafði snöggreiðst við í símanum nokkrum vikum áður ræddu þeir málið sín á milli með valdi sáttar og fyrirgefningar.

Sungið fyrir kirkju

Meðal þátttakenda í söngvakeppninni voru nokkrar ömmur, sem kepptu fyrir hönd Rússlands. Ástæðan fyrir því að þær tóku þátt í keppninni er sú að þær vonast til að safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu. Þær sömdu lagið sjálfar, það fjallar um að nú skuli gleðjast.

"Í gegnum móðu og mistur"

Finnst ykkur stundum lífið vera í móðu og mistri? Skin og skúrir? Urð og grjót og upp í mót? Prédikun í U2 guðsþjónustu í Kópavogskirkju

Viltu verða heil eða viltu verða heill?

Í óveðrinu fyrir viku síðan þegar haustvindarnir gáfu vel í þá fór reiðhjólavagn, sem hengdur er aftan í reiðhjól og er ætlaður fyrir lítil börn að sitja í af stað við hús eitt ekki langt hér frá.

"Augað þitt heilaga þekkir og sér"

Oft er gagnrýnt og sett út á gerðir og athafnir samferðafólks. Skiptir það máli hvernig gagnrýni er sett fram? Að hún sé sett fram í kærleika, með virðingu eða sett fram í formi fordóma svo dæmi séu nefnd?

"Trúir þú því?"

“Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá."

Konungur konunganna

Hvað á sér stað þegar Jesú týnist? Leitar þú þá að honum?

Hroki og auðmýkt

Breiðablik fangaði í gær í fyrsta sinn Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta. Gríðarleg gleði varð meðal Blika við þessi tíðindi. Að baki sigri sem þessum er mikil vinna og einbeitni, liðsmanna, þjálfara, aðstoðarfólks og þeirra sem koma að starfi liðsins með einum eða öðrum hætti.

Vegurinn

Síðastliðina viku hefur margt verið sagt og skrifað um Þjóðkirkjuna. Tilefnið eru átakanlegar frásagnir kvenna um kynferðislegt áreiti, ofbeldi og sifjaspell eins af fyrrum biskupum Íslands. Einnig hefur verið mikið rætt og skrifað um hvernig Þjóðkirkjan tók á málinu þegar það komst í fjölmiðla fyrir 14 árum síðan og hvernig viðbrögð hennar hafa verið að undanförnu.

Forgangsröðun!

Þær snerta okkur misdjúpt fréttirnar úr fjölmiðlunum, sem við heyrum daglega og stundum nokkrum sinnum á dag. Sumir telja sig ekki geta verið án frétta en engu síður geta þær valdið streitu og stressi.

Hin sönnu verðmæti

Hver eru hin sönnu verðmæti þessa lífs? Gull, silfur eða brons? Viska, hyggindi, hreinskilni, það að gæta breytni sinnar, lítillæti, hógværð, þolinmæði, langlyndi, kærleiki, von, virðing eða trú?

Gengið og Guð

Páskaboðskaparinn er ekki bara um að lífið heldur áfram eftir dauðann, heldur að eyðilagt líf í þessum heimi verður endurreist og heilt að nýju. Páskar eru ekki um, að okkur verði bara hjálpað til að lifa eilíflega í framtíð, hinum megin við gjá og grjót, heldur að okkur verði líka hjálpað til að lifa vel nú - í þessu lífi.

Vaxta sitt pund!

Svartur dagur á miðvikudaginn var á hlutabréfamarkaðinum heima á Íslandi. Sum fyrirtækin á aðallista verbréfamarkaðarins lækkuðu í verði en svo var smáhækkun degi síðar. Skjálfti er á markaðnum og ýmsar kenningar í gangi.

„Vesalingarnir“ í Wansworthfangelsinu

Um 20 fangar taka þátt í sýningunni, sem er hugvitssamlega sett upp. Upplifun, sem torvelt er að koma í orð, djúpstæð, ógnandi á vissan hátt en þó svo mögnuð. Í samhengi þess að þarna fá þeir, sem eru á bak við luktar dyr samfélagsins tækifæri til að sýna hæfileika sína á jákvæðan, uppbyggjandi og skapandi hátt.

Hryðjuverk - Frosin fyrirgefning?

Það fór ýmislegt um huga og hjarta þegar maður horfði, já stjarfur á beina útsendingu í sjónvarpinu frá miðborg Lundúna 7. júlí síðastliðinn. Í fyrstu voru fréttirnar óljósar. Greint var frá því að það hafði verið komið fyrir sprengjum í jarðlestunum, sem milljónir manna ferðast með daglega. Sprengjurnar sprungu svo með skelfilegum afleiðingum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Neyð annarra vekur mismikinn áhuga hjá okkur og öðrum. Neyð okkar vekur mismikla athygli annarra. Í fjölmiðlunum sjáum við og heyrum um þau, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum og það snertir okkur efalaust á einhvern hátt. Maður staldrar ef til vill við og leiðir huga og hjarta til viðkomandi en svo flettir maður blaðinu áfram og skilur það svo eftir eða hendir því.

Yfirþyrmandi

Textarnir í dag fjalla um atriði sem okkur eru ekki ókunnug eins og þreytu, kraftleysi, kærleika og stórviðri. Það er ekki allt alltaf slétt og fellt í lífinu og ýmislegt sem við þurfum að takast á við, sumt líkar okkur og annað ekki.

Jólin - frábær hugmynd?

Fyrir nokkrum árum mátti lesa frásögn af japönsku verslunarhúsi, sem fékk einn af starfsmönnum sínum til að kynna sér markaðssetningu jólanna í hinum vestræna heimi og flytja þessa markaðsetningu yfir til Japans. Viðkomandi starfsmaður kynnti sér málið, ekki nógu vel því hann lagði til að utan á vöruhús fyrirtækisins yrði settur: Krossfestur jólasveinn.

Svipmyndir raunveruleikans

Í gær var lögreglukona, fimm barna móðir skotin til bana við skyldustörf sín hér í Englandi. Aðfararnótt síðastliðins fimmtudags fékk 16. ára gamall íslenskur unglingur heilablóðfall og var gerð 5 tíma skurðaðgerð á honum á Landsspítalanum til að reyna að bjarga lífi hans og er honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Þessir erfiðu svipmyndir raunveruleikans eru aðeins brotabrot af því, sem átti sér stað í síðustu viku í þessum heimi.

Stóru spurningarnar

Þær eru ýmsar spurningarnar sem brenna á okkur í lífinu. Stórum sem smáum. Sumar þeirra varða hið daglega amstur en aðrar rista dýpra. Og stundum skyggir hið veraldlega á hið andlega.

Hæli og styrkur

Flóðbylgja í Asíu um jólin í fyrra. Þúsundir látast. Þúsundir slasast, missa ættingja sína og vini og missa aleiguna sína. Fólk sem á um sárt að binda. Hjálparstofnanir og mörg þjóðríki heimsins bindast höndum saman um að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda.

Predikanir eftir höfund

Sorg og fjalllendi

Þegar sorgin knýr dyra hjá manni er eins og allt breytist og maður er kominn á slóðir, sem eru flóknar og erfiðar og auðvelt að festast í. Allt getur orðið eins og urð og grjót og upp í mót eins og segir í ljóðinu “Fjallganga” eftir Tómas Guðmundsson.