Sigurður Grétar Sigurðsson

Höfundur -

Sigurður Grétar Sigurðsson

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Lífsins taug

Með þetta í farteskinu erum við hvött til að ganga til sérhverrar þjónustu með gleði, minnug þess að við erum hluti af heild. Allir menn eru skapaðir í Guðs mynd. Öll erum við elskuð af Guði og vilji Guðs með okkur er sá að við elskum hvert annað og þjónum hvert öðru í kærleika.

Höldum áfram – gefumst ekki upp

Stundum lít ég út eins og eitt stórt spurningarmerki. Og hvað er ég með í huga þegar ég segi þetta: Jú, einkum þrennt. Áður óþekktur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, aðstæður skuldugra fjölskyldna og undarlegar tafir á atvinnuuppbyggingu hér á Suðurnesjum.

Kaflar

Þegar boðskapurinn um Jesú, hinn lifandi og upprisna frelsara, nær eyrum þessara bræða okkar og systra þá gerast undur. Þá er eins og fjötrar fortíðar og hlekkir helsis hrökkvi af fólkinu og það eignast raunverulega nýtt líf, nýja von, nýja sýn á lífið. Mannskilningur breytist, lífsviljinn breytist, ýmsir hversdagslegir þættir breytast til hins betra.

Predikanir eftir höfund

Kristniboð - kúgun kvenna víkur

Fólki er mætt þar sem það er statt, því rétt hjálparhönd án þess að traðka á því. Fólkið fær tækifæri til sjálfskoðunar þar sem hinn grimmilegi ótti andatrúarinnar víkur fyrir ljósi lífsins í Kristi Jesú. Þetta eru raunverulegir hlutir sem gerast í lífi meðbræðra okkar í fjarlægu landi.

Hugleiðing um heillaráð

„Unglingar sem stunda reglulega íþróttir eða annað skipulagt æskulýðsstarf eru síður líkleg til neyslu fíkniefna,“ er eitt heillaráðið sem haldið er á lofti í tengslum við Forvarnardaginn 2006. Þessa fullyrðingu geta eflaust flestir tekið undir og þeim sem eiga unglinga er án efa mjög mikið í mun að þeir taki þátt í einhverju slíku.

Feðraorlof - frábær reynsla

Síðastliðið haust var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að nýta þau réttindi sem feðrum býðst og taka fæðingarorlof. Við hjónin eignuðumst dreng í apríl s.l. og ákváðum að okkur myndi henta vel að taka orlofið í haust. Þær 8 vikur sem um ræddi tók ég nánast í einni samfellu.

Sjóðheit reynslusaga um fermingarfræðslu

Í júníhefti Víðförla skrifaði ég þanka um fermingarfræðslu. Þar sagði ég frá því að til stæði að hafa fimm daga fermingarnámskeið í lok ágúst. Nú er því lokið og mun ég segja frá því sem þar fór fram.