Þorgeir Arason

Höfundur -

Þorgeir Arason

sóknarprestur

Pistlar eftir höfund

Þakklát á jólum

Þegar ég var barn og unglingur var venjan að sækja jólaboð í stórfjölskyldu móður minnar á jóladag. Á öðrum degi jóla, eða í seinasta lagi um áramót, var svo komið að boði í föðurfjölskyldunni. Ein af minningum mínum tengdum þessum ágætu fjölskyldusamkomum er sú, að ég átti auðvitað að þakka ættingjunum fyrir jólagjafirnar sem ég hafði fengið frá þeim. Vandinn við það var hins vegar sá að þurfa að leggja á minnið, hvaða frænka eða amma hefði nú gefið hvaða bók eða peysu, til að geta þakkað almennilega fyrir sig og virðast ekki vera svo vanþakklátur að hafa gleymt gjöfinni.

Er barnið heilagt?

Heims um ból, helg eru jól. Signuð mær son Guðs ól. Þessar ljóðlínur Sveinbjarnar Egilssonar verða að sjálfsögðu sungnar í lokin á þessari athöfn, eins og í svo ótal mörgum öðrum kirkjum. Og einmitt um þessi jól á upprunalegi sálmurinn 200 ára afmæli.

Án þess að vænta neins í staðinn

Biðjum: Ljúk upp augum okkar, Drottinn, að við megum skynja dásemdirnar í lögmáli þínu. Amen.

Ótrúlegra en aprílgabb

Ef þessi páskagleði er raunverulegur og lifandi hluti af tilveru okkar, þá hefur það áhrif á allt okkar líf. Við mætum mótlæti og áföllum rétt eins og aðrir, en birtan frá upprisunni veitir ljósgeisla inn í dýpstu myrkur.

Fórnin

Ef við erum ekki tilbúin að færa eina einustu fórn fyrir kærleikann, höfum við alls ekki skilið út á hvað kærleikur gengur. Sagan um krossfestinguna sýnir okkur þetta vel.

Friður til þúfu eða þurftar

Jóh. 14.27 Náð sé með yður og friður frá Guði, föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Á alþjóðavettvangi er þess að vænta að ársins 2017 verði minnst sem óróaárs eða jafnvel óttaárs. Að vísu er það ekkert nýtt að heimsbyggðinni stafi ógn, til að mynda af samtökum sem nota trúarbrögð sem skálkaskjól fyrir ofbeldisverk, eða þá af […]

Við spegilinn

Auðvitað samþykkjum við ekki að fólk noti rjóðrin í Selskógi sem salerni, hvað þá að það aflífi lamb í Breiðdalnum, en um leið gerir spegillinn okkur auðmjúk.

Geirsstaðir og heimskan

Rétt eins og hjá Korintubúunum sem Páll postuli skrifar til í pistli dagsins, var það fólk úr hópi íslenskrar alþýðu sem bar kristnina til landsins.

Fyrsta sætið

Kannski höfðar ímynd Trumps, sem sigurvegari í samkeppni veraldlegra gæða, sterkar til okkar Vesturlandabúa en við viljum vera láta.

Við erum líkamar

Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekkert annað en einmitt líkamann okkar til þess að geta elskað Guð og náungann.

Steinsteypa og nótnaborð

Einn sunnudaginn sem oftar sat hún í kirkjunni þegar messunni var að ljúka og eftirspil organistans hófst. Þá brast konan í grát. Tárin runnu niður kinnarnar og axlirnar skulfu af ekka...

Sjáið þið mig?

Hún teygir sig eftir nýja snjallsímanum sem hún fékk í fermingargjöf. Hún er búin að sitja drjúga stund við spegilinn og snyrta sig og nú er kominn tími til að leita viðurkenningar umheimsins. Hún tekur hverja sjálfsmyndina á fætur annarri á símann og velur svo úr þær bestu...

Miklu meira en ekkert

Ef litið er á 100 manna heimsþorpið vitum við að flest lifum við í allsnægtum samanborið við stóran hóp jarðarbúa. Hinn hvassi broddur í orðum Jesú getur verið eitt af því sem fælir vaxandi hóp Evrópubúa frá fagnaðarerindinu.

Hrein samviska

Kirkja Krists hlýtur á sinn hátt að fagna og taka undir allar kröfur sem lúta að heiðarleika, virðingu og auðmýkt.

Í veislu

Þau, sem fæturnir tilheyra, skilja ekki hvað er um að vera, en þau finna að þau vilja hvergi annars staðar vera en einmitt í návist hans sem elskar þau og þvær þau og hreinsar.

Á hverri árs- og ævitíð

Sumum finnst til dæmis erfitt að verða þrítugir og finna æskuna fjarlægjast sig smátt og smátt. Aðrir upplifa sterkar tilfinningar í gegnum tímamót í lífi barnanna sinna, t.d. þegar þau fermast, taka bílprófið eða flytja að heiman. Og það reynir ekki bara á einstaklinginn með nýjum hætti við hverja breytingu í lífinu. Það getur líka reynt á hjónabandið eins og „afinn“ í sjónvarpinu fékk að ganga í gegnum.

Blinda kýrin og verk ljóssins

Jesús er sá sem vill lýsa okkur leiðina áfram og veita birtunni inn í hjarta okkar svo að við getum verið farvegur hennar í kringum okkur, útréttar hendur Krists í heiminum.

Saga úr Fjarskadal

Skyndilega hrukku systkinin upp við kunnuglega hundgá. Þetta var Kristvina, tíkin þeirra trygga, komin á móts við sína góðu félaga. Þau klöppuðu henni og kjössuðu þarna í grasinu milli leiðanna. En nú brá nýrra við.

Eins og hinir

Það er óhætt að segja að Jesús hafi alls ekki verið „eins og hinir“ á sínum tíma. Jesús var algjörlega óhræddur við að ögra því sem var viðurkennt í samfélaginu, ef hann taldi það nauðsynlegt.

Óvenjugóð jól

“Ég hugsa að þessi jól muni verða okkur óvenjugóð,” sagði þessi fangi og hélt áfram: “Sú staðreynd ein að allar ytri kringumstæður koma í veg fyrir að við getum undirbúið jólin á nokkurn hátt, mun leiða í ljós hvort við getum verið ánægð með það sem í raun er kjarni málsins."

Öruggur sigur í brothættri tilveru

Páskarnir eru hátíð lífsins. Þeir eru sigurhátíð, vegna þess að lífið ljómar á páskunum. En þeir eru líka hátíð alls sem er viðkvæmt og brothætt í tilveru okkar. Eggið er táknið sem minnir okkur á þetta allt.

Fiðlusnillingur á lestarstöðinni

Spurningin er þessi: Göngum við nokkuð framhjá þessu undri jólanna eins og fólkið á lestarstöðinni gekk framhjá fiðlusnillingnum?

Myrkrið hopar

Það sem er í mínum huga sérstakast við hirðana, er einmitt þetta: Það er ekkert sérstakt við þá! Hirðarnir eru blátt áfram nauðavenjulegir menn að sinna ennþá venjulegri verkum, því sem þeir þurftu að gera til að draga fram lífið og sinna skyldum sínum, eins og alla aðra daga.

Litlar, bláar glerrúður

Ég get mér þess til að María Magdalena hefði fremur búist við að heyra kindur tala mannamál, eða að sjá Pontíus Pílatus bugta sig fyrir sér, en að sjá Jesú Krist á lífi.

Páskar í Kardimommubæ

Kardimommubærinn er líka útópía: það er draumsýn; hugmynd um samfélag sem mannleg reynsla sýnir okkur að geti ekki verið til í raunveruleikanum.

Guð gerðist maður

Guð gerðist maður. Það segja jólin okkur. Auðvitað geta jólin sagt okkur ýmislegt fleira líka, til dæmis að nú sé Gunna á nýju skónum, jólagjöfin í ár sé spjaldtölva eða að jólasveinninn drekki Coca-cola.

Þá lítum við ekki undan

Ljóðmæli Njarðar fanga nokkuð vel megininntak föstunnar í kristnum skilningi. Verkefni kristins manns á föstunni er einmitt að horfast svo fast í augu við sjálfan sig að hann neyðist til að líta undan! – „Og horfa svo aftur án þess að líta undan.“

Berð þú ábyrgð á sjálfum þér?

Þú ert ráðsmaður eða ráðskona yfir því lífi, sem Guð hefur gefið þér, þeim tækifærum, völdum og áhrifum sem þér eru færð í lífinu. Þú ert ekki strengjabrúða í höndum húsbónda þíns á himnum. Þú hefur val um það, hvernig þú hagar lífi þínu. En orðum þínum og verkum fylgir ábyrgð.

Bláalda, svíf þú, svíf

Rósa minnir okkur í kvæðinu á að hafið tekur á sig ýmsar myndir. Það er „mislynt á blessun og bölvun,“ það er að í því getur búið í senn lífsbjörg og hel manneskjunnar. Í dag niðar það hér við höfnina, „hljóðlátt og dreymandi,“ með orðum skáldsins, en í annan tíma getur það orðið sem „brimstuna öskruð í myrkri, sem veit ekki af degi.“

Engin spurning!

Það má segja að spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi, sem hér er fylgt úr hlaði, sé að nokkru ætlað að bregðast við þessu og hvetja til aukinnar þekkingar á kristinni trú, bæði meðal fermingarbarnanna sjálfra, aðstandenda þeirra og annarra.

Af ávöxtunum þekkist tréð

Það haustar á Héraði. Og náttúran er söm við sig. Það tilheyrir þessum árstíma að fara í berjamó, og einnig að fylgjast með þeim breytingum sem verða á gróðrinum. Laufin eru tekin að gulna á trjánum. Haustlitirnir eru sannarlega fagrir á Fljótsdalshéraði. Brátt fella trén lauf sín og gróðurinn leggst í vetrardvala.

Kanverska konan og snjóskaflinn

Hún kemur á harðahlaupum, þessi óvenjulega kona. Hún ryður sér leið gegnum mannfjöldann. Svitadroparnir spretta fram á enni hennar. Angistin skín úr augunum. Henni liggur á.

Trú

Það er gott, að eiga barnatrú. – En trúin þarf líka á því að halda, að vaxa og þroskast í lífi okkar, eftir því sem persónuleiki okkar, skapgerð og hæfileikar þroskast. Í guðspjallstextanum, sem var lesinn hér á undan, segja postularnir við Drottin Jesúm: „Auk oss trú!“.

Æðsta boðorðið – æðstu gæðin

Kannski kemur hér til Jesú maður, sem í örvæntingu leitar svara við spurningunni, um það hvernig hann eigi að lifa lífi sínu, hvernig hann geti uppfyllt kröfur Guðs – og hvernig hann geti svalað þrá síns eigin hjarta, sem hann veit vart sjálfur hver er. Ef að þú hefðir haft þetta tækifæri til að spyrja Jesúm einnar spurningar – hvernig hefðirðu notað það? Hver er þrá hjarta þíns?

Predikanir eftir höfund

Óttinn og þakklætið

Þau systkinin, óttinn og þakklætið, eru bæði nauðsynlegir ferðafélagar í ólgusjó lífsins. Spurningin er hins vegar þessi: Hvort þeirra viljum við hafa í stafni eða nýta sem áttavita á ferðinni? Er það óttinn sem á að ráða för og stjórna viðhorfum okkar? Nei, látum frekar þakklætið verða yfirsterkara.

Í einum anda

Á landsmóti erum við líka minnt á samstöðuna með bræðrum okkar og systrum annars staðar í heiminum. Að þessu sinni er sjónum beint að Malaví og þörfinni fyrir vatn. Unglingarnir leggja sitt af mörkum til að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar og sjálfbærni, enda erum við minnt á að Kristur býr líka hjá þyrstum í Malaví.

Á biblíumaraþoni

Það er árlegt biblíumaraþon í gangi hjá Bíbí, sameiginlegu æskulýðsfélagi safnaðanna á Héraði.

Ísraels Guð?

Ísraelsríki nútímans er því alls ekki hin útvalda þjóð Guðs á þann hátt að henni leyfist sú framkoma sem henni þóknast við aðrar þjóðir – og allra síst við þá, sem gott vilja gera í samfélagi þeirra.

Andlegar hreingerningar

Konan mín er afskaplega hreinlát manneskja og leggur mikið upp úr því að íbúð okkar sé snyrtileg og vel þrifin. Þetta segi ég henni til hróss, enda mikill kostur. Sjálfur er ég á hinn bóginn einkar latur til margra verka, þar á meðal þrifa.

Þakka þér fyrir stundina

Nývígður prestur kemur til tímabundinna starfa í prestakalli. Hann er fullur af vanmætti fyrir sína hönd og kirkjunnar sinnar. Má ég mín einhvers sem prestur gagnvart fólkinu hér á staðnum, svona blautur á bak við eyrun? Mun einhver taka mark á þessum unglingi með kraga um hálsinn?

Í Loðmundarfirði

Þessi stutti og yfirgefni fjörður hefur undarlegt seiðmagn. Og þegar komið er fram á sumar, og jeppavegurinn frá Borgarfirði eystri til Loðmundarfjarðar er orðinn akfær eftir veturinn, og veðrið orðið freistandi til gönguferða, þá fyllist fjörðurinn aftur af lífi, í það minnsta dag og dag í senn.

Magnað andrúmsloft í Prag

Á Evrópumóti KFUM í Prag í ágúst 2008 komu saman fjölmargir menningarstraumar, ólíkir hópar úr ýmsum greinum KFUM-fjölskyldunnar og ólíkar leiðir til að lofa og tilbiðja Drottin allra. Hann er sá sem sameinaði okkur.