Ragnar Gunnarsson

Höfundur -

Ragnar Gunnarsson

prestur
Framkvæmdastjóri Kristniboðssambandið Samband íslenskra kristniboðsfélaga

Pistlar eftir höfund

Hvað er kristniboð? Hverju breytir kristniboðið?

Kristniboð er meðal annars hjálparstarf. Það er grunntónn í starfinu þar sem öllum er hjálpað og allir fá tækifæri án manngreinarálits. En burðarás kristniboðsins er boðun trúar á Jesú Krist meðal nýrra einstaklinga og samfélaga, þar sem fólk þekkir ekki frelsarann.

,,Farið því...," segir hann.

Að kirkjan gleymi ekki þessari köllun og að henni sé sinnt af einlægu hjarta. Hjarta sem Guð faðir, sonur og heilagur andi hefur fengið að snerta og tala til. Hjarta sem Guð fær að knýja áfram til að bera sér vitni í orði og verki á svo margvíslegan hátt í heimi örra breytinga.

Myndirnar af Jesú.

Myndin sem hann vill að við förum með heim í dag í hjarta okkar er myndin af honum krossfestum og upprisum þar sem hann segir við okkur: Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum. Og hann bætir við: Sjá ég er með ykkur alla daga.. Á myndinni minni erum við Jesús alltaf saman á ferð. Vonandi er því eins farið hjá þér.

Um víða veröld

Jesús sagði lærisveinunum að fara út um allan heim, ekki aðeins í næsta hús, á næsta bæ, í næstu borg eða næstu sýslu. Þau sem játa nafn frelsarans hljóta að taka þátt í því að vera biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja - um víða veröld.

Sigurvegarinn Jesús

Jesús er sigurvegarinn. Leyfum Jesú að vera okkar, leyfum sigri hans að móta líf okkar. Hann kallar okkur til sín. Hann er aðeins í einnar bænar fjarlægð. Leitum til hans. Leyfum orði hans að tala til okkar. Þegar við tökum við brauðinu og víninu hér á eftir skulum við í hjarta okkar taka við honum og öllu sem hann hefur að gefa.

Að fara og bera ávöxt

Andspænis dauðanum erum við ekki lengur í óvissu, óttaslegin og hrædd. Jesús lifir og gefur eilíft líf, supon nyo po kokai, á pókotmáli, uzima wa milele á swahíli.

Stefnumót, sendiferð, samfylgd

Við lifum á tímum flutninga: Fólksflutninga, vöruflutninga, gagnaflutninga. Kirkjan er kölluð til að flytja fagnaðarerindið milli staða, milli fólks í mismunandi heimshlutum og menningarheimum. Stöndum við okkur í stykkinu? Hvað flytjum við?

Jesús kemur

Í dag eru tímamót og í dag minnumst við tímamóta. Við horfum aftur til áfanga í sögu íslensku þjóðarinnar. Hún stóð á merkum tímamótum fyrir 84 árum er hún hlaut fullveldi og viðurkenningu sem frjáls þjóð í sjálfstæðu ríki. Ísland varð konungsríki og við leyfðum Dönum að eiga með okkur konung í rúman aldafjórðung. Eftir 58 ára lýðveldi er enn spurt: Hvað merkir fullveldi og frelsi á nýrri öld?

Predikanir eftir höfund

Erum við samskotafælin eða glaðir gjafarar?

Spurningin um samskot í kirkjum landsins við guðsþjónustur, eins og tíðkast víða um heim, hefur lengi verið ákveðið feimnismál hér á landi. Margt kemur eflaust til. Ekki er hefð fyrir því og svo er borið við að ekki eigi að tala um peninga í kirkju, alla vega ekki biðja um þá, fólk greiði jú sóknargjöld og fleira er tínt til í afsökunartón. Ábendingar talsmanna Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðssambandsins, auk tilhlaupa Kristniboðs- og hjálparstarfsnefndar kirkjunnar sýna að á brattann er að sækja. Að baki virðist liggja ótti, að ekki megi rugga bátnum, er að þessu máli kemur og trúlega eitthvað fleira.

Umsóknir og ofsóknir

Fyrr í sumar kom upp umræða um hvers vegna fólk snýst til kristni eftir að það flytur til Íslands eða annars lands þar sem það leitar hælis. Jafnvel var gefið var í skyn að í flestum tilfellum væri um að ræða blekkingu til að eiga meiri möguleika á að fá landvistarleyfi....

Konur og kristniboð

„Konurnar stíga fram af virðingu, ekki sem fórnarlömb. Þær segja frá reynslu sinni og sögu á yfirvegaðan hátt, án þess að hafa alltaf lausnina. En það breytir miklu að geta tjáð sig á þennan hátt um það sem hefur heft þær.“ Kristniboðið hefur breytt mörgu fyrir fjölmargar konur – og gerir það enn.

Kristsdagur – hvað og hvernig?

Kristsdagur er bænaviðburður þar sem vonast er til að kristið fólk úr sem flestum kirkjudeildum og helst sem víðast af landinu sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Fyrirmyndin er sótt til Sviss en framkvæmdin er alfarið í höndum Íslendinga.

Alls konar aðferðir

Síðustu öld og áratugi hafa menn í vaxandi mæli nýtt sér fjölmiðlun til að koma fagnaðarerindinu áfram til annarra. Dagblöð og tímarit, símar, vefsíður, útvarp og sjónvarp eru allt miðlar sem hafa hjálpað til við útbreiðslu kristinnar trúar. Þessa dagana fagnar til dæmis kristilega útvarpsstöðin Lindin 19 ára starfsafmæli sínu hér á landi.

Horft út um gluggann

Kirkju án kristniboðs hefur verið líkt við gluggalaust kirkjuhús. Innan kirkjuveggjanna er notalegt, öruggt og gott að vera. En glugginn sýnir okkur heiminn og við erum kölluð til að horfa út, til nærsamfélagsins og til ystu endimarka jarðarinnar. Kirkjan er kölluð til að fara.

Hann er frelsarinn

Kristin kirkja hefur sinnt kristniboði þvert á menningarmörk í tæp tvö þúsund ár. Kirkjunni var falið af Jesú Kristi sjálfum að fara út um allan heiminn, bera frelsaranum vitni og boða trú á hann. Til að fólk trúi þarf það að heyra og til að það heyri þarf að prédika.

Tækifæri til að tengjast fjarlægum söfnuði

Verkefninu Söfnuður til safnaðar var hrundið af stað fyrir um tveimur árum síðan til að gefa söfnuðum þjóðkirkjunnar tækifæri til að tengjast systursöfnuði á starfssvæðum íslenskra kristniboða í Keníu og Eþíópíu.

Kristniboð á tímamótum

Í sumar voru 80 ár liðin frá stofnun Kristniboðssambandsins eða Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Elsta aðildarfélagið, Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík, varð nú í byrjun nóvember 105 ára. Full ástæða er til að staldra við á tímamótum sem þessum.

Kristniboð – já takk!

Stór hópur glaðværra stúlkna mætir manni þegar komið er til framhaldsskólans fyrir stúlkur í Propoi í Pókothéraði, Keníu. Skólaganga þeirra gefur þeim nýja von og tækifæri í samfélagi sem mótast hefur af hugsun og ráðandi stöðu karlanna um langt skeið. Þær eru þakklátar fyrir tækifæri til náms sem áður var óhugsandi.

Einkenni kristniboðsstarfsins

Kærleiksþjónusta er veitt hverrar trúar sem fólk kýs að vera. Sums staðar hefur hún gert fagnaðarerindið trúverðugt og ýtt undir að fólk kynnti sér boðskapinn. En hún er aldrei veitt með neinum formerkjum eða skilyrðum.

Boðandi kirkja á tímum breytinga

Við erum kölluð til að boða og bera vitni. Andspænis alls kyns stefnum og straumum samtímans er auðvelt að leggja árar í bát og gefast upp. Freistandi er að halda áfram í ákveðnu fari af því að það er svo þægilegt. En boðandi kirkja getur ekki sætt sig við það.

Er kristniboðið fjarlægt?

Kristniboð hefur verið á dagskrá þjóðkirkjunnar ár hvert frá 1936. Einu sinni á ári a.m.k. Svo er enn í ár. Meginástæðan er að góður maður stóð uppi á fjalli með hópinn sinn kringum sig fyrir tæpum 2000 árum og sagði: Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum. Reyndar stóð ekkert um að það væri bara einu sinni á ári. En einu sinni á ári er góð byrjun.