Sunna Dóra Möller

Höfundur -

Sunna Dóra Möller

sóknarprestur
Í leyfi

Pistlar eftir höfund

Múrinn

Úti í heimi er voldugur maður, Donald Trump, sem vill byggja múr. Hann komst til valda meðal annars með því að lofa að byggja þennan múr. Múrinn er svo mikilvægur að 800.000 þúsund manns í heimalandi hans fengu ekki launin sín á föstudaginn var. 400.000 þúsund hafa unnið launalaust í þrjár vikur.

Hauströkkrið yfir mér

Ég man þegar ég var lítil, þá var ég handviss um að ég væri eilíf og allt fólkið í kringum mig væri það líka. Ég man þann tíma þegar ég hvíldi í barnslegri vissu um að lífið yrði einhvern veginn alltaf svona, fólkið mitt í kringum mig sem elskaði mig og ól önn fyrir mér, eins og í óhagganlegri stillimynd sem ekkert gat grandað.

Fyrirgefning og endurreisn!

Ég hef fylgst, eins og líklega margir aðrir, með umræðu í fjölmiðlum síðastliðna daga og viku um kynferðisbrot innan kirkjunnar og meðhöndlun fjölmiðla á nafngreindum einstaklingum, og um leið umræðu um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót.

Í nýjum garði

Upprisan bendir í átt að nýjum garði þar sem við berum öll ábyrgð á hvort öðru, umhverfinu okkar og sköpuninni allri. Okkur er boðið nýtt upphaf, tækifæri til að gera hlutina betur en þeir hafa verið gerðir og til að koma aðeins betur fram við hvort annað og jörðina okkar, garðinn okkar.

Í helli

Upprisan á sér nefnilega stað í helli, í myrkri og í fullkominni þögn. Þar sem moldin og jörðin eru allt umlykjandi og það er þar sem nýtt líf verður til, líkt og fræ sem er gróðursett í mold, barn sem hvílir í móðurkviði og í lokuðum helli. Nýtt líf sem verður til í Jesú sem fæddist í helli og rís upp í helli. Allt þetta á upphaf sitt í fullkomnu myrkri og þögn.

Mennskan umföðmuð

Það er sannarlega minn vilji að hér sé samfélag þar sem okkur líður öllum vel, þar sem vel er tekið á móti fólki, þar sem á alla er hlustað, allar ólíkar raddir og skoðanir, en við getum stundum líka verið ósammála, þolað gagnrýni og á endanum sameinast um það að við erum hér, af því að við deilum sama kjarna sem er trúin á Jesú Krist.

Með hvaða rökum?

Trúin er notuð til að réttlæta aðgreininguna og um leið verða til landamæri hefða, siða og venja sem erfitt er að vinna gegn því allt þetta hvílir á guðslögum. Það sem Guð hefur einu sinni fyrirskipað getur manneskjan ekki tekið til baka, eða hvað?

Ein leið til frelsis?

Óttinn við að vera ein án félagslegra tengsla lætur okkur oftar en ekki fallast á mun minna í lífinu en við eigum í raun og veru skilið. Það aftur á móti skilar okkur engri lífshamingju, að minnka okkur til að aðrir í kringum okkur stækki. Innst inni í hjartanu vitum við betur en að fallast á slík skipti.

Sannar gjafir

Gefðu þannig gjafir á hverjum degi. Hafðu hugrekki til að rjúfa þögnina þegar þú sérð einhvern verða fyrir einelti, hafðu hugrekki til að ganga upp að manneskju og spyrja: Hvernig líður þér? Frekar en að ákveða fyrir hana hvernig henni líður. Hafðu hugrekki til að vera til og vera manneskja og náungi þeim sem eru samferða þér í lífinu.

Að hafa ekki tíma

Þarna var ekki safnað í hlöður og hlaðið undir sig heldur vann fólk saman að því að gera það besta úr því sem það hafði hverju sinni. Það átti ekki nema hvert annað að og verðmætin þau mestu, fólgin í hverri manneskju sem komst af og til manns og hélt áfram brauðstritinu í sveita síns andlits.

Hraunbæjarkarlinn

Trúin er þessi innri glóð, sem hvetur þig að verki og skapar lífsins list sem er samansafn tilfinninga þinna og vitsmuna. Draumheimur svefns og vöku, morgunroðans og næturinnar, dauðans og upprisunnar, þar sem raunveruleikinn verður til.

Að lifa í sannleikanum

Við völdum nefnilega oft erfiðleikum vegna viðbragða okkar eða viðbragðsleysis, vegna vanhæfni okkar í samskiptum eða rangri ákvarðanatöku. Ótti okkar við að axla ábyrgð og horfast í augu við eigin gjörðir veldur þjáningu. Það að takast ekki á við slíkar aðstæður í heiðarleika og sannleika veldur líka þjáningu.

Að sjá okkar eigin ljós

Við sjáum sjaldnast það sem er að gerast hér og nú, í miðjum vanmætti og ótta. Fólk sem er heiðarlega að basla við það að vera manneskja í dag, en myrkrið er bara of mikið og þess vegna er betra að draga sig í hlé frá öllu, beygja sig í álúta stöðu en að mæta varnarleysinu með tvær hendur tómar.

Hvað er raunverulegt?

En þegar skömmin er mikil, sterk og ríkjandi í þínu lífi þá aftengistu fólkinu í kringum þig. Þú fjarlægist, ert ekki uppburðamikill í samskiptum, dregur þig í hlé eða varpar frá þér ábyrgð. Allt lífið hverfist um óttann við að verða afhúpuð, að skömmin verði sýnileg.

Þegar degi hallar

Þegar sjálfsmyndin er brotin geta samskipti við annað fólk orðið manneskjunni þungur baggi, þar sem vanmáttur og óheilbrigði koma í veg fyrir að tengslamyndunin eigi sér stað á jafningjagrunni.

Að verða fyrir vonbrigðum með lífið!

"Væri það mögulegt; Að við gætum séð handan þess sem við þekkjum...gætum við umborið sorgir okkar með meira trausti en gleðistundirnar. Því sorgarstundirnar eru stundir þegar eitthvað nýtt hefur ruðst inn í líf okkar, eitthvað ókunnugt, allt sem við þekkjum hörfar aftur, og eitthvað nýtt stendur fyrir miðju og er þögult.“

Þegar ég vona, vænti ég einhvers af framtíðinni!

Ég trúi því að Jesús gráti yfir framandleikanum, þegar hann sér að við erum orðin óttaslegin, hrædd, erum hætt að tala saman og hætt að vilja þekkja hvert annað og vita hvaðan við komum.

Týnda taskan og vonin

Það er svo merkilegt að jafnvel í þeirri stöðu, þegar maður fyllist fullkominni angist, finnur sig allt í einu gjörsamlega upp á aðra komin, myndast um leið von um það að maður muni mæta einhverjum sem getur rétt hjálparhönd eða aðstoðað mann við að koma sér út úr ógöngunum.

Sannar játningar

Hefurðu velt því fyrir þér hver er þín trúarjátning, hvernig játar þú Jesú Krist, það er forvitnileg og krefjandi hugsun í raun og veru fyrir okkur öll, að færa okkar eigin trúarjátningu í orð.

Brautryðjendur

Elvis Aron Prestley var holdlegur, hann vakti tilfinningar og ögraði með tónlist sinni og sviðsframkomu. Hann fékk fólk til að sleppa sér lausu og njóta, ungt fólk sem var alið upp við strangar siðferðislegar reglur, var farið að leyfa sér að hugsa hlutina upp á nýtt og vera til á nýjan hátt.

Ég vakna til að lifa

Þar sem ég sit þarna við tölvuna þetta kvöld, verður mér litið inn á blogg hjá æskuvinkonu minni sem er jafngömul og ég. Við höfum ekki haft samband lengi en ég hef fylgst með henni af og til þar sem hún bloggar mikið og er á fésbókinni. Hún hafði verið að takast á við brjóstakrabbamein og sigrað og verið hraust í rúmt ár. Færslan sem hún skrifaði bar yfirskriftina „Ekki bíða eftir að lífið byrji“.

Lifandi kirkja

Lifandi kirkja er þess vegna aldrei og á aldrei að vera kyrrstæð, hún fylgir andanum sem blæs þar sem hann vill og söfnuðurinn heyrir þyt hans, án þess að vita hvaðan hann kemur eða hvert hann fer.

Þetta er líkami minn

Þegar þú þiggur þá gjöf Krists að meðtaka líkama hans, þegar hann verður hluti af þér í holdi og þú hluti af honum. Þá mildar hann tímann, hann mildar óttann og gefur þér von.

Saga þernunnar

En þegar eitthvað snertir okkur, snertir raunverulega við okkur, þá höfum við skoðanir og margir hrópa á torgum þegar kennivaldi þeirra er ógnað líkt og þegar rætt hefur verið um réttindi kvenna í ákveðnum kirkjudeildum, prestsvígslu jafnvel og réttindi samkynhneigðra svo eitthvað sé nefnt. Þá erum við fljót að veifa kennivaldinu í óttablandinni lotningu og berja fólk með því miskunnarlaust.

Predikanir eftir höfund

Kirkjan stendur enn

Við eigum mörg hver sterk tilfinningatengsl við kirkjuna í þeirri merkingu að hún fóstrar andleg verðmæti og veraldleg menningarverðmæti þjóðarinnar.

Flóttamenn og fjölmenning!

Þetta var ekki gert af skyldu, heldur af því að við fundum öll sameiginlega í hjartanu okkar, fullorðnir og unglingar, að við vildum leggja okkar af mörkum. Því þegar við erum snortin áþreifanlega á þennan hátt markar það upphaf að því, að við finnum að við getum haft áhrif og það sem við gerum saman skiptir máli.

Flóttamenn og fjölmenning!

Þetta var ekki gert af skyldu, heldur af því að við fundum öll sameiginlega í hjartanu okkar, fullorðnir og unglingar, að við vildum leggja okkar af mörkum. Því þegar við erum snortin áþreifanlega á þennan hátt markar það upphaf að því, að við finnum að við getum haft áhrif og það sem við gerum saman skiptir máli.

Í átt að nýjum hjónabandsskilningi

Lykillinn að nýjum hjónabandsskilningi liggur í endurskilgreiningu á hugtökum um gagnkvæmni og á inntaki hjónabandsins. Með því að endurskoða þá nálgun sem liggur að baki hefðbundum hjónabandsskilningi og hugtakanotkun opnast gluggi til að frelsa hjónabandið úr viðjum karlaveldisins, frá gagnkynhneigðarhyggju og frá kúgandi sýn á samskipti kynjanna.

Af hefðbundnum hjónabandsskilningi

Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.

Guðlast og tjáningarfrelsi

Trúarlegar skopmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Elsta varðveitta myndin af Kristi á krossinum frá upphafsárum kristins átrúnaðar er hinn svokallaði Palatín kross, veggrista sem uppgötvaðist við fornleifauppgröft í Róm 1856. Þar getur að líta kristinn mann sem vegsamar róðukross en í stað kristsmyndar er asni á krossinum og undir stendur á grísku: „Alexamenos, tilbiður Guð sinn”.

Leiðrétting fyrir hvern

Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks.

Heiðin jól eða heilög

Vísanir í blót á jólum eða fornar sólstöðuhátíðir eru ágiskanir, sem kunna vel að eiga við rök að styðjast, en byggja ekki á rituðum samtímaheimildum. Fullyrðingar þess efnis að kristnir menn hafi stolið jólunum úr heiðnum sið eru áróður en ekki staðreyndir, eins og ítrekað er staðhæft í umræðunni.

Mannréttindi og kirkjuheimsóknir

Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununnar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni.

Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra

Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem að mannréttindi og lög setja allri tjáningu.

Kynlíf og kristilegt æskulýðsstarf

Það eru skilaboð kirkjunnar til ungs fólks og til allra, að við séum dýrmæt sköpun Guðs. Við tölum um kynlíf, líkama okkar og kynverund á opinberan og heiðarlegan hátt til vega á móti þeim skilaboðum sem dynja á ungu fólki um að verðgildi þeirra sé metið á grundvelli útlits eða kynferðislegar hlutgervingar.

Kirkjan og Kristsdagur

Samviska okkar getur ekki í nafni samkirkjulegra sjónarmiða eða fjölmenningarraka umborið boðun sem beitir Biblíunni sem valdatæki. Amerískur evangelismi hefur skilað gríðarlegum árangri í fé og fylgismönnum, en árangur þeirra er á kostnað réttinda kvenna og hinsegin fólks og boðun þeirra ber með sér algild svör sem ekki má gagnrýna.

Að beita fyrir sig bæn

Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sannsvegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni.

Af hverju er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar mikilvægur?

Skilaboð kirkjunnar til ungs fólks eru þessi: Þú ert velkomin eins og þú ert. Við erum til staðar fyrir þig, hlustum á þig og viljum að þér líði vel. Það er bæn okkar að þú fáir að dafna og þroskast sem sú dýrmæta sköpun sem þú ert.

Faglegt æskulýðsstarf

Það er að mörgu að hyggja þegar standa á að góðu og faglegu æskulýðsstarfi. Það er sannfæring okkar að öflugt og vandað æskulýðsstarf sé eina leiðin til að tryggja framtíð íslensku Þjóðkirkjunnar.

Línan í sandinn - lágmarkskröfur í æskulýðsstarfi kirkjunnar

Við köllum eftir heildarstefnu þegar kemur að uppbyggingu barna og unglingastarfs innan Þjóðkirkjunnar. Hver söfnuður er ábyrgur fyrir því að sinna þessu mikilvæga safnaðarstarfi. Það á ekki að líðast að æskulýðsstarfi sé ekki sinnt eða að söfnuðir varpi frá sér ábyrgð.

Kirkjuþing unga fólksins

Við eigum að skapa unga fólkinu vettvang fyrir eigin mál til umræðu. Þannig eflum við ungmennalýðræði og gerum unga fólkinu kleift að láta rödd sína heyrast. Raddir og skoðanir fullorðna fólksins eiga ekki að óma í gegnum vinnu unga fólksins sem situr þingið, okkar hlutverk er leiðbeina og styðja við.

Umræðan um samstarf kirkju og skóla

Að mínu mati er tvennt ólíkt að hafa virka boðun inn í sjálfu skólastarfinu og kennslunni og svo að bjóða kirkjustarf sem valkost meðal annarra að skóla loknum í frístundaheimilum. Ef sá valkostur er tekinn út, er verið að gefa þau skilaboð til barnanna og samfélagsins alls að kirkjan sé óeðlileg og utangátta.