Guðmundur Guðmundsson

Höfundur -

Guðmundur Guðmundsson

héraðsprestur

Pistlar eftir höfund

Bjartsýni eða lífsjátning

Sumt í kristindóminum er erfitt, eiginlega algjörlega óviðráðanlegt. Upprisan er eitt af því. Stundum kvarta ég við Guð minn í bæninni yfir því að trúin eins og hún kemur til mín er óskynsamleg... Svo renna upp páskar. Og öll mín skynsemi hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég rétti úr mér, breiði faðminn á móti rísandi sól, nýt ilmsins af vorinu og vitnisburðar kvennanna og lærisveinanna af upprisu. Þá renna upp gleðilegir páskar eins og vorsólin. Er þetta óraunsæ bjartsýni eða lífsjátning?

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".

Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir

Í gær byrjuðum við samkirkjulega bænaviku (laugardaginn 19. janúar) með guðsþjónustu í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi hér á Akureyri. Þar á eftir áttum við fulltrúar safnaðanna samtal um bæn og helgihald með þeim sem voru samankomnir. Það var mjög áhugavert að heyra mismunandi áherslur og skilning en bænin í Jesú nafni sameinar okkur. Ætli við lærum ekki að skilja aðra með því að hlusta og leggja okkur fram við að skilja?

Forvitni um Guð

Ekki veit ég hvernig Ritningarlestrarnir virka á þig. Ekki er hægt að neita því að lesnir eru fornir textar, svona 2000 til 3000 ára gamlir. Því ætti engum að bregða þó ekki sé allt auðskilið. En mannkynið hefur svo sem ekki breyst mikið þó að við tölum um miklar framfarir og það er raunin, tæknilegar framfarir. En textarnir segja frá miklum breytingum sem urðu með komu Jesú Krists þessa sunnudaga eftir þrettándann.

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika - hugvekja

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika byrjaði þennan dag 18. janúar 2018. Nokkur hvatningaorð að taka þátt í bænavikunni, íhuga efnið og biðja saman í einrúmi og saman um einingu og samstöðu.

Friður

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Texti: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. … Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“ (Jóh. 14:27). Bæn: Eilífi, almáttugi Guð og faðir, þú sem leiðir þennan dag til lykta og hylur hinn ókomna, og af náð þinni gefur oss […]

Kristniboð og mannúð Krists

Ræða flutt á kristniboðsdegi 2017. Hafði ég með í för nokkra muni frá Afríku sem ég sýndi ásamt klæðnaði. Prédikunartexti var út frá Matt 9.35-38: Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann […]

Gegn stríði - Ræðan sem ég varð að flytja

Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Þessi texti Erasmusar á vel við í dag þegar veröldin stendur frammi fyrir stríðsógn, nú eins og þá. Stríð er fáránleiki og brjálæði. Það veit hvert barn. Lexía dagsins var þessi 17. sd. eftir þrenningarhátíð: Hættið að gera illt, lærið að gera gott, leitið réttarins, hjálpið hinum kúgaða. (Jesaja 1)

Lof heimskunnar - Ræða sem ég þorði ekki að flytja um hættulega bók

Eftir lestur á bók Erasmusar Lof heimskunnar skrifaði ég þessa ræðu án þess að hika, smálagfæringar eftir á, en hún passaði ekki sem hugvekja í Taizé messu. Eða þorði ég ekki að flytja hana, þess vegna birti ég hana hér, til að ögra mér og þeim sem leggur í það að lesa ræðuna.

Hraðnámskeið í bæn á almennum bænadegi

Prédikað var út frá Davíðssálmi 121: "Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar." Það tekur ekki langan tíma að kenna bæn en það er ævilöng þjálfun að biðja. Hvað er líkt með Guðmundi Jónssyni óperusöngvara og Salvador Sobral sigurvegara Eurovision? Hvernig er bænin og traustið til Guðs lausn á mótsögnum lífsins? Ræðan gæti kannski alveg eins heitið Út og suður eða Úti og inni.

Guðleg náð og mannleg öfund

Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, A textaröð, guðspjall Mt. 20. 1-16. Ég benti á að eftir þessari dæmisögu væri óráðlegt að láta Jesú semja um laun sín vegna þess að hann ruglar alla taxta í mannlegu samfélagi. Það var ekki erindi hans heldur að kenna okkur að lifa í náð.

Sáttargjörð - Kærleikur Krists knýr oss

Ræða flutt á sunnudegi í samkirkjulegri bænaviku 2017 í Akureyrarkirkju. Þema vikunnar var tekið frá Páli postula þetta árið úr 2. Kor. 5. 18: „Kærleiki Krists knýr oss“. Textarnir sem valdir höfðu verið að þessu sinni voru Es. 36. 25-27, 2. Kor. 5. 14-20 og Lúk. 15. 11-24. Kór Akureyrarkirkju tveir bænasálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason. Þá flutti kórinn þýðingu mína á þemasálmi vikunnar og endurómar ræðan af þeim sálmi.

Hinsta stund og kærleikurinn

Ræða flutt í Glerárkirkju á síðasta degi kirkjuársins 2016 þann 20. nóvember. Texti dagsins var Mt.25.31-46, Dæmisagan um Mannsoninn og dóminn á efsta degi. Jesús fer fram á að við gerum miskunnarverkið, kærleikurinn er ekki orðin tóm heldur samstaða með þeim smæstu. Kærleikurinn er að taka sér stöðu með þeim, vera í þeirra hópi, eins og konungur konunganna. Þannig birtist Guð í kærleikanum.

Frelsi, siðbót eða bylting

Ræða flutt í Glerárkirkju 30. október 2016 og birt á siðbótardaginn sjálfan 31. október. Það var daginn eftir kosningar. Textar dagsins voru: Jer 31.31-34; Róm 3.21-28; Jóh 8.31-36. Þema ræðunnar voru orð Jesú í guðspjallinu: „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“. Og: „Ef sonurinn frelsar ykkur munið þið sannarlega vera frjáls“. Það voru sungnir sálmar eftir Lúther: Upphafssálmur sb. 335: Guð helgur andi; Lofgjörðarvers sb. 157: Í dauðans böndum. Fyrir prédikun sb. 284: Vor Guð er borg á bjargi traust; Við útdeilingu sb. 237: Jesús Kristur, lífsins ljómi. Nokkrar myndir lét ég fylgja til íhugunar efninu eftir Elisabet Wood, biblíumyndir sem fundust á háalofti Barnaskóla Íslands á Brekkunni, Málverk af Jesús blessar börnin úr Kaupangskirkju eftir óþekktan málara og Komið til mín eftir Carl Bloch.

Guð einn sem skapar lífið og elskar

Ræða flutt í Glerárkirkju 4. september í kvöldmessu. Guðspjallað úr Fjallræðunni um að horfa á fuglana og liljur vallarins í Mt. 6, 24-34. Jesús áminnir þar um að vera ekki áhyggjufull en um leið er þetta ögrandi ræða um að treysta á Guð. Jesús segir þar: „Enginn getur þjónað tveimur herrum“. Einum og ögrandi eða hvað.

Sjómannadagur - sögurnar af lífsháska

Ræða flutt á sjómannadegi um sögurnar úr lífsháskanum, upphaflega á Húsavík 7. júní 2015 og aðlöguð ári síðar á 5. júní 2016 og flutt í Glerárkirkju. Textinn úr guðspjalli Matteusar Mt 8.23-27. Þá voru fluttir tveir nýlegir sálmar annar eftir Hjört Pálsson sb. 831: Þeir lögðu frá sér fisk og net. Kannski dálítið ögrandi á sjómannadegi. Og hinn sálmurinn, lag og texti eftir Hauk Ágústsson Bænin.

Óttalegur Lasarus

Við megum ekki láta glepjast eins og uppistandarinn sem reynir að finna lífi sínu tilgang gagnvart tóminu, það er helvíti nútímans sem rekur alla áfram með skelfingu. Kristinn trú boðar ekki helvíti eins og nútíminn heldur himnaríki. Það er faðmur á bakvið og þeim kærleika eigum við að lifa í daglegu lífi okkar.

Kristur er farinn!

Ræða flutt á Uppstigningardegi í Glerárkirkju 5. maí 2016. Texti dagsins var guðspjall uppstigningadags úr Lúkasarguðspjalli 24.44-53. Það var góð upplifun að hlusta á Karlakór Akureyrar – Geysir syngja sálma dagsins og flytja svo nokkur lög með krafti og hrífandi fegurð.

Biðjum í anda, sannleika og kærleika

Guðsþjónusta í upphafi samkirkjulegrar bænaviku 2016 sem var síðasti sd. eftir þrettándann það árið. Lagt var út frá Ummynduninni á fjallinu, Mt. 17. 1-9.

Hafís í París - tímamót

Ræða flutt á gamlársdag á Siglufirði. Loftslagsráðstefnan í París var ofarlega á baugi eins og ég kemst að orði í ræðunni: "Það er byrjuð ný öld þar sem frelsi og kærleikur fara saman. Við getum ekki haldið fram hömlulausi frelsi til framtíðar, heldur verður frelsið að vera leitt af visku og kærleika til sköpunarinnar, náttúrunnar, lífsins. Það er dýrmætast í tilveru okkar, lífið, vatnið og loftið. Hamingjan er ekki fólgin í græðgi og svölun á girnd heldur í því að lifa í samræmi í friði við Guð og menn og náttúru.“ Daginn eftir ráðstefnuna samdi ég kvæðið Hafís í París sem ég flutti í lok ræðunnar.

Fegurðin æðsta, list og trú

Ræðan var flutt við barokkmessu 17. október 2015 sem var á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. Nemendur fluttu þar verk frá Barokktímanum og sungu. Ræðan er hér nokkuð aukinn og andar af hugðarefni mínu þennan októbermánuð um trú og list. Því miður heyrir þú ekki tónlistina lesandi góður en nokkrar myndir getur þú skoðað þar sem eru steindu gluggar Akureyrarkirkju þar sem messan var í viðeigandi umgjörð. Ég valdi að mér fannst viðeigandi texta og lagði út frá þeim: Lexía – Sálm. 146, pistill – Róm. 12, 1-2, 
guðspjall – Lúk. 2, 29-32.

Í tilefni af 200 ára afmælis Biblíufélagsins

Í ræðunni var minnst 200 ára afmælis Biblíufélagsins, sunnudaginn eftir afmælið 10. júlí 2015. Rakin nokkur sögubrot að norðan og um víða veröld um biblíuhreyfinguna fyrir 200 árum og þýðingu hennar fyrir kirkju og samfélag. Textinn sem fluttur var fyrir prédikun var samtal Jesú og samversku konunnar í Jóh. 4. Guð gefi að Biblíufélagið hér á landi og annars staðar megi starfa að því um ókomin ár (að útbreiða orðið) og vil ég nota tækifærið og hvetja allt kristið fólk að gerast meðlimir í því og styðja það í sínu stóra verkefni að allar þjóðir fái Guðs orð á eigin tungumáli.

Biblíufélagið 1815-2015 - Saga að norðan

Ungur maður var á ferðalagi um Ísland fyrir 200 árum. Skoskur var hann á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags sem nýlega hafði verið stofnað. Mikil félagsvakning var að hefjast í samfélagi og kirkju. Ebenezer Henderson hét maðurinn.

Íhugun ljóssins á kyndilmessu

Þögnin er dásamleg, kvöldkyrrðin góð, hún skapar frið innra með manni. Ekki er verra að kertaljósin lýsa manni í rökkrinu í kirkjunni frá altarinu. Það er kyndilmessa, 2. febrúar. Við íhugun ljósið, myndirnar mörgu í huganum, ljósgeisla Guðs í faðmi gamals manns.

Opinberunarhátíð

Opinberunarhátíð er eins og morgunstund þegar maður gengur að glugganum og sviftir gluggtjöldunum til hliða og birtan flæðir inn til manns í herbergið. Nema að það er ekki fjöllin dásamlegu sem blasa við manni í náttúrunni heldur dýpt himinsins, undur og leyndardómar, sem blasa við augum.

Jólaboðskapur Lúkasar og Matthíasar

Jólaræða flutt í Glerárkirkju við miðnæturmessu á jólanótt 2013 en upphaflega í Grundarkirkju 2010. Jólaboðskapur Lúkasar hugleiddur í tengslum við æskuminningu Matthíasar Jochumssonar í jólaljóði hans frá 1891. Það er mögnuð útlegging á jólaboðskapnum þar sem Matthías biður jólabarnið að snerta sig.

Aðventuhugvekja á fullveldisdegi 1. des.

Það er ekki oft að fullveldisdagurinn og 1. sunnudagur í aðventu ber upp á sama dag. Mér kom strax í huga þjóðskáldið Matthías Jocumsson þegar ég var beðinn að tala á þessu aðventukvöldi. Hann átti ekki í neinum vanda með að vera bæði þjóðlegur og kristilegur. Allt átti að hafa þjóðlegan grundvöll, eins og hvatningar hans í ljóðum til þjóðarinnar bera með sér, þegar dýpst er skoðað var það trúin og kærleikurinn sem fór um æðar allar, eins og sálmarnir vitna um.

Tíu boðorð á 21. öld

Ræða flutt á Ólafsfirði 18. sd. eftir þrenningarhátíð, 29. september 2013. Þematísk ræða um boðorðin tíu og kristilegt siðferði út frá frásögninni um ríka unglinginn í Mrk. 10. 17-27. Spurt er: Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt boðorðin tíu sem mælikvarða á almennilegt líf á heimilum, skólum og samfélagi?

Frelsi, trú og kærleikur

Við gerð þessarar ræðu var ég með í huga Köllun heilags Matteusar eftir Caravaggiou, máluð 1599-1600, olía á striga, 322 x 340 cm. Contarelli kapellunni, San Luigi dei Francesi, Róm (Heimild: WebGAllery) Sjá myndskreytta útgáfu á vef mínum hér.

Sálmur um alþjóðlegt kirkjusamfélag

Kirkjurnar í Póllandi, kaþólska kirkjan, mótmælendakirkjurnar og rétttrúnaðarkirkjan vilja benda á að þegar Biblían talar um sigur Krists þá er það annarskonar sigur. Það er sigur sem reisir við þá sem eru kúgaðir, hafa verið undirokaðir, smælingjana. Hugsun leiðist inn á brautir sem eru því miður að verða framandi en ein af grunnhugsunum kristninnar. Það á sér stað barátta milli góðs og ills. Það er ekki barátta sem er gerð upp milli þjóða eða handboltaliða, en niðurstaðan skiptir okkur öllu máli.

Blái hnötturinn, tíminn og eilífðin

Sá tími er upp runninn að kristnir menn verði að vakna og standa vörð um kristin gildi og trú, rækta þau með sér og hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag til góðs og til blessunar, með því að vera salt og ljós, svo um munar.

Jólasálmurinn fyrsti

En á jóladag er textinn annar. Það er lesið ljóð úr guðspjalli Jóhannesar, jólaljóðið, sem nefna má jólasálminn fyrsta, hann varð til áður en jólin urðu kristin hátíð, mörgum öldum fyrir “Heims um ból”. Af jólaljóðinu eru allir jólasálmar sprottnir. Þar eru stef og hugsanir svo ríkar af jólaboðskapnum að enginn spekingur hefur séð til botns í því leyndardóma djúpi þó að hvert barn geti tekið á móti þeirri gleðifrétt sem þar er að finna.

Tíu boðorð á 21. öld

Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort hrunið á Íslandi sé nú ekki gengið eins langt og hægt er. Er hrunið ekki orðið að syndafalli þar sem ríki og kirkja liggja flöt í lágkúra ómenningar og siðleysis. Og hvað er þá til ráða? Dugar að setja fram kröfu um heiðarleika? Getum við innleitt boðorðin tíu sem mælikvarða á almennilegt líf á heimilum, skólum og samfélagi?

Fjölskyldan og hamingjan

Samkoma okkar í kirkjunni er stór bæn um hamingjuna, bæn, um að Guð gefi okkur gæfu og gengi. Og það er gott að tjá þá ósk. En það eru víddir við hamingjuna óljósar sem ég vil gera að umtalsefni í dag, atriði, sem geta skipt máli að við verðum hamingjusöm eða hamingjusamari, hef ég trú á.

Að springa af gleði

Meistari Marteinn Lúther komst svo að orði um fagnaðarboðskapinn: “Ef ég gæti trúað þessu þá myndi hjarta mitt springa af fögnuði og ég stæði á haus af gleði.” Honum reyndist erfitt að trúa vegna þess að boðskapur englanna er of góður til að vera sannur finnst okkur mönnum. En í því er Guð okkur algjörlega ósammála. Þetta var hans hugsun, orð og verk fyrir okkur, til þess að við öðluðumst, fengjum, gætum tileinkað okkur, gleðina: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós!“

Vinur barnanna

Í þessu atviki er okkur kennt að sjá eins og Jesús lítur á málin, okkur, sem viljum leitast við að fylgja honum. Jesús er að gagnrýna lærisveina sína fyrir afstöðu þeirra gagnvart börnum, sem að hans mati er algjörlega óviðunandi og kennir þeim með lífi sínu og breytni að börn eru fullgildir meðlimir samfélagsins.

Ávöxtur lífsins

Það er umhugsunarefni okkar um áramót: Höfum við borið Guði ávöxt? Dæmisagan um víngarðseigandann og garðyrkjumanninn sem stóðu við fíkjutréð sem bar ekki ávöxt er áminning um árvekni en ekki síður um miskunn Guðs sem líf okkar byggist á gagnvart ógnunum lífsins.

Vitjunartími

Myndlíkingin um leirkerasmiðin og leirkerið er talandi um stöðu okkar gagnvart Guði, að vera háð honum en vilja það ekki. Röklega endum við með því að segja að allir menn hafa sömu stöðu en í tilbeiðslu Jesú Krists opnast leið.

Lífskraftur

Vald Jesú er öðru vísi en vald í mannlegu samfélagi. Eins og hann nálgast okkur í mildi eins kennir hann okkur að vera í mannlegu samfélagi, að vera manneskjur fyrst og fremst, semferðafólk, þar sem næmleiki Guðs fyrir mannlegri neyð er okkur í blóð borinn og leiðarljós okkar í samskiptum við aðra. Við getum kallað það manneskjulega menningu eða milda menningu.

Dramb, réttlæting og auðmýkt

Við eigum að njóta erfiðis okkar, við erum það sem við gerum, höldum við. Að kaupa fagnaðarerindið ókeypis virðist okkur ekki álitlegur kostur. En það er sú staða sem Jesús kennir okkur að vera í með dæmisögunni um faríseann og tollheimtumanninn.

Að hlusta svo að maður heyri í Guði

Það mætti ætla að við nútímafólk sem getum haft kveikt á öllum rásum í útvarpi, sjónvarp og tölvu á sama tíma, kynnum að hlusta. Ég fann mig í þessu um daginn. Það var kveikt á öllum skjánum þremur og ég með fjarstýringuna í hendi! En ég var dofinn eins og dauður þorskur á þurru landi. Við erum orðin svo skyni skroppinn af of-framboði að ég held að megi fullyrða það, að við séum að missa vitið, alla veganna erum við í stórri hættu að missa vitið í tilverunni

Hver er ég í augum Guðs?

Sú saga er sögð um heimspeking að hann hafi setið á bekk í garði, mjög svo hugsi, horfinn inn í hugarheima, svo að lögregla sem gekk þar hjá leist ekkert á manninn, þekkti hann ekki. Þegar lögreglan kom að honum aftur nokkru síðar í sama ásigkomulagi, gekk hún til hans og spurði: “Hver ertu?” Heimspekingurinn leit á hann, vakinn af sínum djúpu hugleiðingum sagði hann: “Ef ég vissi það nú”!

Tveir synir - tveir heimar

Á kristindómurinn nokkurt erindi við okkur í dag? Er ekki líf okkar á Vesturlöndum svo sneytt öllu trúarlegu að það að signa sig að morgni og fara með morgunbæn er ankanalegt? Að sækja kirkju og rækta trúarlíf sitt er ekki kappsmál nema fyrir fáeina!

Predikanir eftir höfund

Samræða um leikhúsið og helgihaldið

Á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október 2011 var umræðuefnið leikhúsið og helgihaldið. Sr. Haukur Ágústsson ræddi um efnið og hélt því fram að guðsþjónustan væri “Sú leiksýning sem gengið hefur lengst á jörð.” Hér má lesa pistill um kvöldið og skoða upptökur. Þá segir Aðalsteinn Berdal, leikari, frá reynslu sinni að leika Markúsarguðspjall.

Pistlar um bænina: Erfiðleikar bænalífsins

Lærisveinarnir báðu Jesú að kenna sér að biðja svo að bænin vafðist eitthvað fyrir þeim auk þess sem þeir sáu Jesú biðja og að hann fékk styrk af bæninni. Þetta eru nokkur orð til þreyttra biðjanda um hvernig hvíla má í bæn í Jesú nafni.

Pistlar um bænina: Að ákalla Guð

Hvað er bæn? Hér er skilgreining Lúthers á bæn skoðuð: Bæn er að ákalla Guð í neyð. Þegar við göngum til bæna og sérstaklega þegar bænavika er að hefjast er gott að velta þessu fyrir sér. Hvað er að biðja? Hvernig fer maður að?