Ástin er ábyrgðarfull

Ástin er ábyrgðarfull

Ástin er ákall til þín um að þú axlir ábyrgðina gagnvart maka þínum í hjónabandinu ykkar. Að elska maka þinn. Að virða maka þinn. Að gleðjast yfir maka þínum.

WOOD-The-Holy-Family-in-Egypt

Á síðustu áratugum hefur dregið snarlega úr því að fólk axli persónulega ábyrgð. Svo virðist sem sífellt fleira fólk verði stöðugt ólíklegra til að játa eigin mistök. Þetta sjáum við á vettvangi stjórnmálanna sem og á vettvangi viðskiptanna. Fréttir af fræga fólkinu eru heldur ekki öðruvísi.

En þessi vandi ríkir ekki bara hjá þeim ríku og frægu. Til þess að finna dæmi um einstakling sem finnur stöðugt afsakanir fyrir allt sem hann gerir þurfum við ekki að leita langt - við þurfum bara að líta í spegil. Við erum snögg að réttlæta gerðir okkar, snögg að bægja frá okkur gagnrýni. Þá eru við snögg að finna galla - sérstaklega hjá maka okkar, það er jú aðveldast að skella bara skuldinni á hann.

Þegar upp er staðið trúum við því að okkar skoðanir séu réttar, eða að minnsta kosti réttari en skoðanir maka okkar. Og við trúum því ekki að nokkur manneskja, ef hún væri í nákvæmlega sömu sporum og við, myndi gera hlutina öðruvísi. Þegar kemur að okkur þá erum við að gera okkar besta. Og maki okkar ætti bara að gleðjast yfir því að við erum þó þetta góð við hann / hana.

En ástin skellir ekki skuldinni auðveldlega á aðra eða réttlætir eigin sjálfselskugjörðir. Ástin hefur mun minni áhyggjur af umsögnum samfélagsins um eigin gjörðir heldur en henni er umhugað um þarfir annarra. Þegar ástin axlar ábyrgð á eigin gjörðum þá er það ekki til þess að sanna hversu góður þú ert, heldur miklu fremur til að viðurkenna að þú eigir langt í land.

Ástin býr ekki til afsakanir. Ástin leggur sig fram um breytingar, innra með þér og í hjónabandinu.

Ástin axlar ábyrgð og er viljug að viðurkenna og leiðrétta mistök og villur þegar í stað. Axlar þú ábyrgð gagnvart einstaklingnum sem þú hefur heitið að elska allt lífið? Hversu ákveðin(n) ert þú í því að gæta þess að þarfir maka þíns séu uppfylltar? Eða getur það verið að þú sért aðallega upptekin/n) af því að uppfylla eigin þarfir? Ástin er ákall til þín um að þú axlir ábyrgðina gagnvart maka þínum í hjónabandinu ykkar. Að elska maka þinn. Að virða maka þinn. Að gleðjast yfir maka þínum.

Axlar þú ábyrgðina fyrir þínum eigin mistökum? Hefur þú sagt eða gert eitthvað við maka þinn - eða Guð - sem var rangt? Ástin þráir að eiga gott samband við bæði, Guð og maka þinn. Þegar sú staða er komin upp þá er jarðvegurinn undirbúinn til þess að græða aðra hluti.

[Úr bókinni: Ást fyrir lífið, bls. 135-136, e. Stephen og Alex Kendrick. Ísl.þýð. Pétur Björgvin Þorsteinsson]