Samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur

Samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur

Heimsþingið tjáir sorg sína yfir því að ríkisstjórnir í heiminum byggi múra í stað þess að sýna gestrisni

Heimsþing Lútherska Heimssambandsins kom saman í Windhoek í Namibíu 10-16. maí s.l. Þar voru samþykktar eftirfarandi samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur.

1. Um það bil 65.3 milljónir manna eru á flótta í heiminum. Sumir eru á flótta vegna náttúrulegra aðstæðna eins og flóða og jarðskjálfta. Stríð, pólitísk kúgun, loftlagsbreytingar, útlendingahatur og alls kyns spenna í heimalandinu knýr fólk til að yfirgefa heimili sín. Á leiðinni í öryggið verða margir fórnarlömb mansals, ofbeldis og misnotkunar. 2. Heimsþingið minnir á að mörg okkar hafa verið eða eru enn þvinguð til að leggja á flótta. Öll getum við orðið flóttafólk og mörg okkar hafa verið það áður fyrr. 3. Heimsþingið hrósar kirkjum Heimssambandsins og LWF World Service fyrir frábært starf meðal flóttafólks hver sem trúarbrögð þeirra eru. Heimsþingið hrósar LWF fyrir að vera óþreytandi í að berjast fyrir mannlegri virðingu og mannréttindum alls flóttafólks sama hver hælisstaða þeirra er. 4. Heimsþingið hrósar þeim löndum sem opna landamæri sín fyrir flóttafólki og hælisleytendum. Heimsþingið hrósar þeim löndum sem leitast við að hjálpa fólki að aðlagast, mætir þörfum þeirra og berst gegn útlendingahatri, kynþáttahatri og hvers konar mismunun á flóttafólki. Heimsþingið viðurkennir að það getur verið erfitt fyrir lönd sem taka á móti flóttafólki að tryggja velferð þeirra. 5. Heimsþingið tjáir sorg sína yfir því að ríkisstjórnir í heiminum byggi múra í stað þess að sýna gestrisni. Mannréttindi flóttafólks, og hælisleitenda er ekki alls staðar virt. 6. Sem svar við þessu ástandi vill Heimsþingið: 7. Skora á LWF og aðildarkirkjurnar að takast á við rót vandans þar sem því verður við komið. 8. Skora á aðildarkirkjur LWF að halda áfram að taka vel á móti flóttafólki í löndum sínum og þrýsta á ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Evrópuþjóða sérstaklega, að byggja brýr, en ekki múra. 9. Biðja LWF skrifstofuna í Genf og aðildarkirkjurnar að berjast fyrir öruggum og reglubundnum flóttafólksflutningum og stuðla að þróun á alþjóðareglum um meðferð á flóttafólki.