Ekkert grín að vera spámaður

Ekkert grín að vera spámaður

Nýlega gengum við að kjörborðum og kusum okkur forseta. Sex gáfu kost á sér og öll vissu þau að aðeins eitt yrði fyrir valinu. Fjögur þeirra vissu væntanlega nánast allan tímann að þau ættu ekki möguleika á að verða valin. Þrátt fyrir það drógu þau framboð sín ekki til baka. Þau áttu sér draum og fylgdu honum.

Höfnun Þegar ég var átta ára bauðst mér tækifæri til þess að fá að syngja í Stundinni Okkar. Ég vissi ekki betur en að ég væri með fína rödd og ég hélt þokkalega lagi. Ég setti oft upp söngleiki með bekkjarfélögunum og átti gjarnan hugmyndirnar að þeim. Já, og var helst í aðalhlutverki. Það hvaflaði því ekki að mér annað en að ég yrði valin til þess að syngja um ”Gústa græna” í sjónvarpinu.

Ég fór í prufu hjá tónmenntakennaranum ásamt fleiri stelpum og gekk vel. EN, ég var ekki valin! Ég var ekki meðal þeirra fjögurra sem fengu að syngja um litina í beinni útsendingu. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar ég fékk fréttirnar. Og ekki nóg með það. Ég var alveg viss um að mistök hefðu átt sér stað. Ég var svo viss í minni sök að ég fór á fund tónmenntakennarans og tjáði honum að ég teldi að hann hefði eitthvað ruglast í valinu og bað um aðra prufu. En, hann vildi ekki skipta um skoðun og sagði að ég hefði ekki verið valin í þetta skiptið.

Ég var svo viss um að ég væri útvalin en komst að því að ég var það ekki.

Það sem ég ekki skildi þá, þegar vonbrigðin voru sem mest, var að vinkonur mínar sem fengu að syngja í sjónvarpinu nutu þess að vera útvaldar. Ég fann bara fyrir öfund. Það er vond tilfinning.

Ég hef að sjálfsögðu oft orðið fyrir höfnun í lífinu eftir þetta. Og hef tekið því misjafnlega vel. Stundum skil ég ástæðuna  en það kemur líka fyrir að ég upplifi hana beinlínis óréttláta og þarf þá að vinna úr þeim tilfinningum.

Það er vissulega þroskandi að fá höfnun annað slagið en það er ekki auðveldara fyrir því.

Ég geri fastlega ráð fyrir því að þú hafir upplifað höfnun einhvern tíma, að þú hafir ekki fengið starfið sem þú sóttir um, ekki komist inn í skólann sem þig langaði í. Að þú hafir ekki verið valin í hlutverk sem passaði þér svo vel, að hún sem þú varst svo ástfangin/n hafi ekki endurgoldið tilfinn Að fylgja draumum Nýlega gengum við að kjörborðum og kusum okkur forseta. Sex gáfu kost á sér og öll vissu þau að aðeins eitt yrði fyrir valinu. Fjögur þeirra vissu væntanlega nánast allan tímann að þau ættu ekki möguleika á að verða valin. Þrátt fyrir það drógu þau framboð sín ekki til baka.

Þau áttu sér draum og fylgdu honum.

Það má reyndar segja um öll þau er gáfu kost á sér. Þau vildu verða útvalin og þau vissu öll að mögulega yrðu þau að takast á við að verða ekki fyrir valinu.

Þau létu það ekki stoppa sig. Þau fundu öll fyrir köllun og fylgdu henni.

Fylgir þú draumum þínum eða lætur þú óttann við að verða ekki valin/n stoppa þig?

Hefurðu gefið kost á þeir í eitthvað eða sótt um draumastarfið þótt þú sért ekki örugg/ur um að verða fyrir valinu?

Hefurðu tekið séns og játað ást þína eða áhuga á einhverri án þess að þekkja hug hennar til þín?

Það er mikilvægt að geta tekist á við höfnun og hluti af þroskaferli manneskjunnar felst í því að læra að vinna úr tilfinningum sem upp koma þegar okkur er hafnað. Ég veit að ég tek höfnun á annan hátt í dag en ég gerði þegar ég var átta ára. En ég er líka viss um að ég færi aldrei aftur til kennarans og segði honum að mistök hefðu átt sér stað þar sem ég var ekki valin.

Einn af afgerandi þáttunum er varða lífshamingju okkar er að öllum líkindum hversu mikið rými við gefum höfnunartilfinningunum. Upplifum við okkur sem sigurvegara, þrátt fyrir að fá einstaka sinnum höfnun. Gerum við minna úr skiptunum sem ekki gengu eins vel og við vildum og meira úr þeim þegar við urðum fyrir valinu? Eða leyfum við mistökunum að yfirskyggja allt hið góða? Sjáum við ekki jákvæðu viðbrögðin fyrir hinum neikvæðu eða gefum við þessum jákvæðu meira rými?

Svarið við þessum spurningum skipta máli því okkar er valið. Uppeldi, áföll og höfnun í æsku skiptir að sjálfsögðu máli en að viðhorf okkar til áfalla og geta til að vinna úr þeim eru líka val. Að vera útvalinn Jerimía var svo heppinn að vera útvalinn. Það segir frá því í lexíu dagsins að Guð hafi tjáð honum að hann hafi verið útvalinn þegar í móðurkviði.

Og hvernig bregst Jeremía við? Ja, hann hoppar ekki hæð sína í loft upp eða þykist vera rólegur og yfirvegaður þó hann sé að springa úr gleði inni í sér. Nei, hann biðst undan og segist vera of ungur til að vera spámaður.

Ætli þetta hafi verið einlæg viðbrögð hjá honum eða voru þetta bara svona hálfkærings mótbárur, svona til að fá Guð til að ganga á eftir sér?

Eða var hann kannski hræddur við hlutverkið?

Það var ekkert grín að vera spámaður!

Hlutverk spámanna Gamla testamentisins var að vera þjóðfélagsgagnrýnendur. Kannski voru þeir að einhverju leyti bloggarar síns tíma þar sem þeir litu á það sem hlutverk sitt að benda á mein samfélagsins og vekja athygli á því sem aflaga fór. Þeir boðuðu og miðluðu orði Guðs til samtíma síns og reyndu að vekja fólk til ábyrgðar og meðvitundar um umhverfi sitt og um vilja Guðs.

En þeir voru oft misskildir, mörgum þótti þeir óþægilegir og því þurftu margir þeirra að gjalda fyrir köllun sína dýru verði.

Það er því ekki furða að Jerimía hafi færst undan þegar Guð færði honum hinar frábæru fréttir um að hann hafi verið útvalinn. Reyndar voru flestir ef ekki allir spámenn Gamla testamentisins tregir í byrjun til að hlýða köllun Guðs.

Við heyrðum líka áðan um val Jesú á þremur fiskimönnum sem hann vildi að yrðu lærisveinar hans. Og þeir hoppuðu svo sem ekkert í hæð sína af gleði heldur enda var sannarlega ekki alltaf auðvelt að tilheyra nánasta vinahópi Jesú og arka með honum um allar byggðir.

Það er nefnilega ekki alltaf einfalt og auðvelt að vera valin eða kölluð í eitthvað hlutverk eða verkefni. Að vera útvalin/n. Þegar sælutilfinningin sem fylgir því að hafa verið valin úr hópi fólks, að vera númer eitt, rennur af, tekur alvaran við og þá þarf að fara að standa sig. Sýna fram á að valið hafi verið rétt.

Ekki óttast Ástæðan fyrir því að spámennirnir og sumir lærisveina Jesú byrja á að malda í móinn þegar þeim er tilkynnt um útvalningu sína er sennilega enginn leikaraskapur eða tilgerðarleg hógværð. Heldur er ástæða hennar mun fremur óttinn við að valda ekki hinu magnaða hlutverki sem þeim hefur verið úthlutað.

Jeimía segist vera of ungur.

Símon Pétur segist ekki vera nógu góður.

Og svarið sem Guð gefur þeim báðum. Svarið sem Guð gefur þeim öllum er: ”þú skalt ekki óttast”.

Vertu óhrædd/ur!

Ég held að Guð hafi ekki aðeins kallað spámenn og lærisveina til forna. Guð kallar þig og mig til þjónustu í dag. Þjónustan sem Guð kallar okkur til er einföld og samt svo flókin. Við erum kölluð til þess að gefa og þyggja kærleika. Til þess að leggja okkar af mörkum til þess að heimurinn verði aðeins betri í dag en í gær. Við erum kölluð til að vera bæði spámenn og lærisveinar.

Og við þurfum ekki að vera hrædd við að reyna fyrir okkur. Við þurfum ekki að vera hrædd við að fylgja draumum okkar og köllunum.

Tökum því sénsinn. Sækjum um störfin sem okkur langar til að sinna, játum henni eða honum sem við erum skotin í, ást okkar, bloggum ef við höfum þörf fyrir það og reynum að gleðjast með náunganum sem fær já, þegar við fáum nei. Þó það sé oft erfitt. Amen.