Spegill

Spegill

Þessi dagur er upphaf, nýtt upphaf. Í dag get ég byrjað að undirbúa mig fyrir jólin. Ég á ekki við að ég geti byrjað á að undirbúa jólin heldur að undirbúa mig fyrir þau. Til þess get ég notað aðventuna og ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum kringum þennan undirbúning.

Þessi dagur er upphaf, nýtt upphaf. Í dag get ég byrjað að undirbúa mig fyrir jólin. Ég á ekki við að ég geti byrjað á að undirbúa jólin heldur að undirbúa mig fyrir þau. Til þess get ég notað aðventuna og ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugsunum kringum þennan undirbúning.

I

Mig langar að nota aðventuna sem spegil sem segir mér eitthvað um sjálfa mig og Jesú Krist sem kemur til mín eins og okkar allra á þessari aðventu. Það er alltaf gaman þegar einhver kemur til manns og boðar manni góðar fréttir. Nú er tími góðu fréttanna. Þær eru á dagskrá allan næsta mánuð og þær eru mjög mikilvægar.

Verum með í hópnum sem hrópar til Jesú þegar hann kemur til Jerúsalem á asna Það er andstætt öllum stöðutáknum að koma á asna, jafnvel á tímum Jesú. Myndugleiki hans var ekki falin í hinu ytra heldur var tilgangur hans að koma til fólksins og sýna að hógværð er dyggð og að guðsríki er ekki ytra skart heldur dýrmætur fjársjóður sem er hið innra með okkur. Eitthvað sem hjartað á. Lifandi hjarta slær og veitir okkar líf. Þannig er boðskapurinn um komu Jesú, lífgefandi og stöðugt endurnýjandi.

Ég ætla að lesa frásöguna af Jesú þegar hann kemur til Jerúsalem og ég var að vitna í.

Matt.21.6-11 og Lúk.19.39-40.

Þegar ég lít á þennan boðskap og spegla mig í honum sé ég nokkrar fyrimyndir. Í fyrsta lagi er það Jesús sem kemur til fólksins og þá einnig til mín í dag. Það er nýtt upphaf. Upphaf að samfylgd með Jesú.

Öll þessi hógværð sem Jesús sýnir er svo erfitt að taka sér til fyrirmyndar. Náum við langt í lífnu með því að vera hógvær? Það virðist einhvern veginn við fyrstu sýn ekki vera hægt að vera áberandi og vera hógvær. Sum upplifa að þau sjáist aðeins ef þau eru áberandi og komi fram í fjölmiðlum og séu spurð álits.

Önnur fyrirmynd er fólkið sem veifar honum og bíður hann velkominn. Sé ég mig taka á móti Jesú Kristi sem kemur eða er ég hikandi og vellti fyrir mér hvort það sé þorandi að taka á móti honum? Ég vil vera ein af þeim sem gleðst af öllu hjarta yfir komu hans og get hvorki þagað né staðið kyrr heldur dansa og hrópa því það er mikil hátíð. Í speglinum sé ég mig taka þátt í þessari hátíð og ég sé að ég hef miklu hlutverki að gegna. Það segir Jesúr þegar hann svarar spurningu faríseanna að ef allur mannfjöldinn hefði ekki fagnað honum þá hefðu steinarnir hrópað og boðið hann velkominn. Ætli Jesús hafi átt við raunverulega steina? Dauða steina sem lifnuðu við og fóru að fagna honum? Þessi steinar hafa oft vakið furðu mína og ég sé að Guð hefði gert kraftaverk ef fólkið hefði ekki tekið á móti honum. Eða er kraftaverkið það að fólkið tekur á móti Jesú? Ekkert er jafn dautt eins og steinn og ekkert er jafn lifandi eins og konur, karlar og börn sem hafa tekið á móti Kristi. Auðvitað hefði Guð getað sent engla til að láta taka fagnandi á móti Kristi en þess var ekki þörf. Koma Jesú og boðskapur hans hafði greinilega náð til fólks og það trúði á hann.

Þetta var þeirra maður, þeirra Guð.

Ég lít í spegillinn og sé mig sem hef tekið á móti Jesú Kristi.

II

En það er fleira sem nær eyrum okkar á aðventunn en boðskapur Biblíunnar.

Hvað gerum við með allt áreitið sem er á aðventunni. Þetta með að kaupa og kaupa og gera svo margt.

Það er oft ágætt að gagnrýna með því að gera grín. Spaugstofan gerði grín að okkur um daginn sem var sterkara en nokkurt nöldur um kaupæðið á okkur og stressið sem aðventa getur orðið að. Sýndur var prestur í ræðustól sem prédíkaði af miklum eldmóð um í hverju lífshamingja fælist. Hún felst ekki í eiga nýja bíl. Hún felst ekki í að eiga stór hús. Lífhamingjan felst í að eiga breiðskjá! Þarna voum við tekin á beinið og gagnrýni fyrir að halda að við gætum keypt okkur lífshamingju með fínum hlut.

Þegar ég lít í spegilinn sé ég að mér finnst lífshamingja stundum felast í fallegum og stórum hlutum. Ekki vildi ég vera fátæk og eignalaus! En tilhvers getum við notað þetta grín? Til að horfast í augu við að við látum plata okkur til að kaupa eitthvað til að verða ánægð um stund en verða svo að kaupa meira til að viðhalda hamingjunni. Sem neytendur verðum við neflilega aldrei mett. Maður þarf meira og meira. Á veggjakroti niðri í bæ sá ég sama orðið endurtekið þrisvar: Eyddu, eyddu, eyddu. Ég upplifði þessa hvatningu sem háð því það er svo auðvelt að lifa og halda að það sé tilgangur lífsins að eyða og neyta. Hjól velmegunarinnar verða að halda áfram að snúast og mér er sagt að ég sé til af því að ég eyði. Þú ert það sem þú eyðir!!

Ég vildi óska að þið mótmæltuð þessu!! Við erum ekki það sem við eyðum. Við erum miklu meira en það en við lifum auðvitað hér og nú svipað og aðrir en það mikilvægasta er að lífshamingja okkar er að við erum börn Guðs sem tökum á móti Jesú Kristi og ætlum að undirbúa okkur fyrir komu hans sem við minnumst á jólunum. Við ætlum ekki bara að minnast fæðingar hans sem lítils barns heldur ætlum við að hlýða því sem hann boðaði sem fullorðinn maður. Elska Guð og náungann. Reyna að vera kristnir einstaklingar sem kærleiksboðskapurinn hefur haft áhrif á. Þá finnum við lífshamingjuna af því að hana þarf ekki að kaupa en samt er til nóg af henni. "Komið til mín, allir sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld."

(Matt. 11.28) Við fáum hvíld á aðventunni af því að lífshamingja okkar er fólgin í því sem mölur og ryð geta ekki eytt. Þess vegna fögnum við komu Jesú Krists og stöðugri nærveru Guðs sem alltaf er. Aðventa verður okkur sannarlega tími hvílar og andlegar uppbyggingar og hin ytri áreiti trufla okkur ekki í því.

III

Boðun Jesú Krists hefur mikil áhrif. Hún umbreytir okkur, sættir okkur og eflir okkur. Þessi þrjú hugtök, umbreyting, sátt og efling eru afleiðingar af boðun fagnaðarerindisins..

Umbreyting á sér stað þegar boðskapurinn líkst upp fyrir okkur. Stundum eru orðin endurfæðing eða frelsun notuð. Umbreytingin getur stöðugt átt sér stað. Við umbreytumst þegar Guð minnir okkur á að í lífinu með honum er lífshamingja fólgin. Lífshamingja er að sjá að tilgangur lífsins er lífið sjálft. Jesús segir ég er lífið - Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.

En hvað felur orðið sátt í sér? Við hvern eða hverja eigum við að sættast??

Eiginlega mest við okkur sjálf, fortíð okkar og það sem lífið hefur fært okkur eða ekki fært okkur. Ef við getum verið sátt eru við ekki bitur.

Þekkið þið birturt fólk? Það er mjög erfitt að umgangast það af því að því líður illa og veit ekki af hverju. Það hefur ekki fengið náð til að sættast við andstreymið og vonbrigðin í lífinu. Það þyrfti að vera til skóli sem kennir okkur að sættast við aðstæður okkar. Að vísu er kristintrú góður skóli. Trúin þroskar okkur og fær okkur til að glíma við erfiðleika en ekki að flýja þá. Hvað segir ekki Páll posturli: " Eitt gjöri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem sem framundan er." Ég vil lesa inn í orðið "gleyma"orðið "sættast". Ég sættist við það sem er að baki, fortíð mína, en sný mér að nútíðinni og framtíðinni.

Við eflumst af því að heyra Guðs orð og trúa því. Guðs orð gefur okkur djörfung til að vitna um hann og gefur okkur það að verða heilar manneskjur. Öflugt kristið fólk sækir styrk í trúna og leiðsögn Guðs og samfylgdina með Jesu. Þetta er fólkið sem þjónar Guð og hefur svo sterka sjálfsmynd að hógværð er ekkert vandamál. Styrkurinn felst í þeim fjársjóði sem Kristur gaf okkur með því að gefa líf sitt. Stundum skilur fólk orðið hógværð sem eitthvað neikvætt og að það eigi við um þögult og undirgefið fólk. það þarf alls ekki að vera þannig. Hógvært fólk er ekki hrokafullt en það getur verið öflugt og sýnilegt og komið fram af myndugleika og reisn.

Guð hefur gefið okkur margvíslegar gjafir sem gerir okkur að ólíkum einstaklingum. Hógværð er meira afstaða, lotning en hvorki það að vera manneskja sem er opin eða lokuð, kyrrlát eða áberandi.

IV

Ég hef ekki nefnt neitt um að við eigum að muna eftir náunga okkar á sértstakan hátt á þessum árstíma. Við erum hins vegar oft kvött til þess. Ég hef talað um grundvöll þess að sýna náungakærleika. Kristinn náungakærleikur hefur Jesú Krist að grundvelli og þannig djúpa merkingu fyrir okkur. Við styðjum samferðafólk okkar og gerum það vegna Jesú Krists.

Hógværð Jesú og myndugleiki er hér fyrirmynd. Ég hjálpa án þess að þurfa að láta það sjást því ég veit að myndugleiki minn byggist ekki á því að sýnast heldur að vera heil í því sem ég geri.

V

Spegill, spegill herm þú mér ....

Ég sé að þessi aðvetna verður mér mikil blessun og veitir mér náð til að lifa með Guði og þjóna náunganum.

Hvað segir spegillinn þér?