Góðgerða – spinning

Góðgerða – spinning

Þegar neyðin er stærst kemur eðli manneskjunnar í ljós og það er harla gott. Eftir því sem líður á kreppuna og blankheitin verða viðvarandi hjá fleirum kemur betur í ljós hvað Íslendingar eru hjálpsamir og þola illa að horfa upp á neyð náungans.
Guðrún Karls Helgudóttir - andlitsmyndGuðrún Karls Helgudóttir
02. nóvember 2010

Góðgerðaspinning í World Class

Í miðri kreppunni,

þegar fréttir um biðraðir eftir mat hjá hjálparstofnunum standa sem hæst,

þegar fréttir um fjöldauppsagnir birtast dag eftir dag,

þegar tekist er á um niðurskurð og skattahækkanir,

gerist eitthvað gott.

Þegar neyðin er stærst kemur eðli manneskjunnar í ljós og það er harla gott. Eftir því sem líður á kreppuna og blankheitin verða viðvarandi hjá fleirum kemur betur í ljós hvað Íslendingar eru hjálpsamir og þola illa að horfa upp á neyð náungans.

Nú er það spinning - kennari í World Class í Laugum sem hefur tekið sig til og ætlar að bjóða upp á góðgerðatíma í spinning allan nóvember mánuð. Safnað verður fyrir fátækum barnafjölskyldum á Íslandi. Söfnunarbaukur verður við dyrnar og þau sem eiga afgang eru hvött til þess að deila með sér. Birgir mun sjálfur gefa 100 þúsund krónur og líkamsræktarstöðin mun gefa 100 þúsund krónur á móti.

Þörfin er mikil og það er von Birgis að þessi söfnun muni auðvelda nokkrum barnafjölskyldum að njóta jólahátíðarinnar. Nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi; koma sér í form fyrir jólin og láta gott af sér leiða.