Vantar Svejk í þig?

Vantar Svejk í þig?

Við erum gjörn á að tala um lausnir. Kannski er lausnin að við þurfum á Svejk að halda í núverandi aðstæðum. Líkt og Svejk gerði þá er alltaf hægt að sjá húmorinn eða kímnina í hverjum þeim aðstæðum sem við finnum okkur í að vera. Leyfa ekki svartsýnis hjali stjórmmála, hagfræðinga viðskiptafræðinga draga úr okkur hverja tönn og kímina þar á eftir, þeir hafa ekki einusinni starfsleyfi til þess.

Lúk. 18. 31-34

Sá tími eða sú stund eða það andartak sem við lifum í dag er tími, stund eða andartak sem ómögulegt er að skilja. Kannski finnum við til ótta vegna þess að við vitum ekki hvað morgundagurinn og þeir dagar sem á eftir fylgja bera með sér í okkar líf. Það er lífsins ómögulegt að ætla hvað verður. Þannig er það í reynd á öllum tímum. Einhver segir eitthvað við okkur og við bregðumst við með því að skilja ekki og eða skynja það sem við okkur er sagt. Vegna þess að það sem sagt er, er of erfitt að höndla. Það getur verið meðvituð ákvörðun og eða ómeðvituð. Stundum látum við okkur fátt um finnast, látum okkur framtíðina í léttu rúmi liggja því að framtíðin kemur og spyr ekki um hentugan tíma. Hún kemur ekki framtíðin og við óviðbúin og segir “ég get komið seinna þegar þér hentar betur.” Vissulega væri það ágætt eða kannski ekki. Því hvenær erum við tilbúin til að taka á móti framtíðinni? Er hægt að fresta því sem er óumflýjanlegt? Er ekki þá betra að taka á því strax heldur en setja það á bið sem verður. Framtíðin sækir að okkur á hverju andartaki þótt að skilningurinn hangir á snúru vanans og skynjunin til þerris á svölum núsins.

Staðgreiðsla

Það segir svo í ritningunni að “Hann tók þá tólf til sín…” minnir svolítið á þegar maður er dregin afsíðis frá hinum og maður veit að eitthvað meira en dægurhjal mun eiga sér stað og setur sig í varnar stellingar. “Hann verður framseldur heiðingjum. Þeir munu hæða hann misþyrma honum og hrækja á hann.” Þarna vitnaði Jesú í spámennina sem skrifuðu um mannssoninn. Viðbrögð lærisveinanna við því sem meistari þeirra sagði við þá hvað yrði um hann voru viðbrögð skilningsleysis-þeir skynjuðu ekki hvað Jesús sagði þeim. Viðbrögð þeirra voru mannleg. Með öðrum orðu þetta var of mikið fyrir þá og eitthvað varð að setja á bið. Hvernig gat það orðið svo slæmt. Þau orð voru þess eðlis að yfirtaka átti sér stað í huga þeirra. Yfirtaka sorgar og örvæntingar og þess sem mætti kalla dofa eins og eftir áfall. Vinsamleg yfirtaka eða óvinsamleg skal ekki sagt um. Hallast ég þó að því að hún hafi verið vinsamleg vegna þess að hún gaf þeim tækifæri til að nálgast þann veruleika sem ekki var orðin en átti að gerast á nærfærin hátt þeirra vegna. Með öðrum orðum þeim var gefin tími og þeir ómeðvitað gáfu sér tíma til að skynja innra með sér hvað yrði og varð að verða hvað sem þeim þótti til um. Það sem á undan hafði farið var allt annað en það sem framundan lá fyrir samkvæmt orðum meistara þeirra og það var óumflýjanlegt. Það var ekkert í mannlegu valdi sem gat því breytt. Hversu mjög sem hugur þeirra stóð til í þá áttina en leiðin lá upp til Jerúsalem það sem það átti að gerast sem sagt var til um og þeir vissu það innst inni.

Það er allt að því óþægilegt hversu vel hægt er að setja sig í spor lærisveinana að sitja undir þeim orðum og þeirri framtíð sem biði átekta að taka á móti þeim. Var þá ekki betra að setja það á “bið” um tíma? Þarna er ekki um að ræða að horfast ekki í augu við raunveruleikann miklu frekar er mennskan þar að verki. Það sem lætur óþægilega í eyru það sem framundan óvægið lúrir bregðumst við með því að “kaupa” okkur tíma. Við könnumst við þetta þessi dægrin. Þau kaup verðum við að standa að með staðgreiðslu annað er ekki í boði. Við getum sett okkur í þau spor að í góðæris lífsgæða kapphlaupinu miðju fyrir einu ári eða svo og einhver sagði við okkur að innan skamms stæðum við í þeim sporum sporum sem við erum í dag. Reyndar heyrðust þessar raddir en það voru bara raddir sem voru að eyðileggja fyrir okkur hinum. Við brugðumst við nákvæmlega eins og lærisveinarnir-“orðin var þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.” Því hvernig mátti það verða.

Á leið - afleiðing

Við sem einstaklingar og sem þjóð erum á leið, hjá því er ekki komist. Við erum alltaf á leil. Leið sem hefur afleiðingar það er heldur ekki hægt að komast hjá því.. Við tölum um verk og afleiðingar þeirra. Við tölum líka um það sem á einhvern óskiljanlegan hátt leiðir okkur áfram í trausti og við höfum ekkert um það að segja. Þannig er það með sumt eða allt sem við gerum, hugsum og framkvæmum það leiðir af sér kannski eitthvað sem við hefðum viljað komast hjá að gerðist og auðvitað það sem við vildum ná fram með að feta ákveðna leið. Við setjum stefnuna áfram vegin til þess að mæta því sem kann að verða á vegi okkar því við vitum að hjá því er ekki komist. Á þeirri leið fáum við að heyra og skynja ýmislegt það sem okkur kann erfitt að höndla og vildum ekkert frekar heldur en að beygja af þeirri leið sem við erum á og stefna eitthvað annað eitthvað sem mögulega gæti leitt af sér eitthvað annað og betra en hvað vitum við. Þannig hefur lærisveinunum verið innanbrjósts. Okkur getur orðið á og er ekkert annað en göfugmannlegt að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum þegar það verður.

Um daginn snemma morguns þegar ég var á leið til kirkjunnar heyrði ég viðtal í útvarpinu við tvo einstaklinga sem voru orðnir leiðir á svartsýnishjali samfélagsins. Þeir ákváðu að snúa af leið og gera eitthvað sem mætti létta lund. Þeir ákváðu að bjóða til kvöldsamveru á veitingastað hér í borg að hlýða á leiklestur úr bókinni um “Góða dátann Svejk” eftir Jaroslav Hasek. Margir hafa lesið hana og aðrir kannast við hana frá lestri Gísla Halldórssonar hér um árið hreint óborganlegur flutningur. Aðspurðir hvers vegna? “Hvað er betra en að hlýða eina kvöldstund á Svejk og göngu hans sem var ekki alltaf á besta veg en sá samt alltaf eitthvað jákvætt mætti hverju því sem hann kom sér í af æðruleysi.” Sagan um Svejk er einhver þekktasta stríðsádeila heimsbókmenntanna. Þrátt fyrir það er húmorinn allt umlykjandi.

Við erum gjörn á að tala um lausnir. Kannski er lausnin að við þurfum á Svejk að halda í núverandi aðstæðum. Líkt og Svejk gerði þá er alltaf hægt að sjá húmorinn eða kímnina í hverjum þeim aðstæðum sem við finnum okkur í að vera. Leyfa ekki svartsýnis hjali stjórmmála, hagfræðinga viðskiptafræðinga draga úr okkur hverja tönn og kímina þar á eftir, þeir hafa ekki einusinni starfsleyfi til þess. Ekki ætla ég mér að gera lítíð úr þeim aðstæðum sem við erum stödd í dag. Það er samt fyndið að við skulum vera komin í þá stöðu að vera með ríkustu þjóðum veraldar og detta í það að vera bónbjargar þjóð. Samfélag skipað vel menntuðu fólki, þjóð sem hefur náttúrulegar auðlyndir sem margir öfunda okkur af þrátt fyrir það skulum við vera hér á vegi stödd.

Ef grannt er skoðað í textann í guðspjallstextann má sjá kímina í honum ef við leyfum okkur að ganga þann veg. Textinn liggur fyrir. Það er hægt að velta sér upp úr illsku mannsins þess sem beið. Af þeim efnum er nóg að taka og hægt að halda langan fyrirlestur mannkynssögunnar um grímmdina og skyldi ekki gert lítíð úr því svo fremur við lærum af því sem virðist ekki ganga of vel. Ef við veljum þá leið að horfa á viðbrögð lærisveina kemur fyrst upp í huga minn fermingarbörn og fræðari þeirra.

Lærisveinarnir höfðu fyrir nokkrum árum yfirgefið allt sitt hlýða á meistara sinn áhugalausir eins og fermingarbarn í messu sem er að vinna sér inn stimpil og ungæðisleg framtíðin brosandi út að eyrum að bíða órþreyjufullt eftir þeim fyrir utan ekkert illt eða slæmt getur beðið þeirra í þeirra huga. Við sem eldri erum vitum að veröldin er ekki saklaus eins og fermingarbarn. Jesús alvarlegur í bragði að segja lærisveinum sínum hvað verður og horfir í augu þeirra og þau voru tóm og skilningssljó. “Hvad ert að tala um?” segja þau ef þau gætu af munni mælt.

Eitt leiðir af öðru

Við heyrum sagt að við þurfum að snúa til baka á þeim vegi sem við höfum gengið. Það er fjarri mínum huga. Ef við horfum til þess sem Jesú gekk í gegnum og ekkert verið honum nærri huga en að snúa við og þurfa ekki að horfast í augu við örlög sín gerði hann það ekki. Það sama á við okkur við þurfum hvort sem okkur líkar betur en verr að halda áfram, ekki snúa við, halda áfram þann veg sem við höfum gengið og mæta því sem mætir okkur að einurð og festu. Það fyndna er að það var búið að segja við okkur að þetta sem við erum að fást við í dag ætti eftir að gerast en við ákváðum að skilja ekki og skynja það sem sagt var af þeim sem töldu sig vita betur og í ljós hefur komið að höfðu rétt fyrir sér. Við brugðumst við eins og lærisveinarnir-“þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.” Hugur þeirra hleypti ekki að neinu því sem mögulega gæti fallið á þá mynd framtíðar sem þeir báru í huga og sinni. Einhver kann að segja-þessu er ekki hægt að líkja saman. Þ.e.a.s. píslargöngu Jesú og þeirri göngu sem við finnum okkur í að vera í dag síðustu mánuði og þeim dögum vikum og mánuðum sem framunda eru og hvað þá að blanda saman veruleika lærisveinanna og fólks sem fæst við afleiðingar kreppunar á sínu eigin skinni. Þá er hægt að spyrja á móti varð þetta sem við erum að ganga í gegnum í dag sem einstaklingar sem þjóð sem afleiðing ákvörðunar og gjörða okkar ekki að ganga í gegn? Hefðum við verið eitthvað bættari með að snúa af leið á miðri göngu okkar? Kann að vera en þeirri spurningu verður aldrei svarað svo vel sé fyrir komið.

Jesú benti lærisveinum sínum á framtíðina hvað verða vildi. Við göngum til framtíðar í þeirri vissu að vel verði fyrir séð. Ef svo væri ekki færum við ekki út úr húsi settum allt á bið. Hvort heldur komust við ekki hjá því að framtíðin sækir okkur heim og við tilneydd að horfast í augu við hana. Á þeirri göngu óhjákvæmilega mætum við ýmsu því sem við vildum helst ekki þurfa að mæta en gerum samt því að við verðu sterkari fyrir vikið.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen