„Eftirseta“ á jólum

„Eftirseta“ á jólum

Sanna rödd eða tónn jólanna er rödd eða tónn hógværðar og auðmýktar og þess að við gefum gaum því smáa og einfalda í kringum okkur sem við allrajafna leggjum ekki hug að eða ómökum okkur til að sækjast eftir.

En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.

Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi.

En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“

Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum. Lúk 2.1-14

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Gleðilega jólahátíð.

Hún er gengin í garð hátíðin hæsta. Lifandi ljós kastar á veggi flöktandi myndir liðinna ára og sameinast á þessu kvöldi ekki aðeins hér heima heldur og um alla veröld. Sagan lesin rifjuð upp á flestum tungumálum framandi orðum. Sagan af ungu hjónunum sem fóru til byggðar sinnar að láta skrásetja sig að kröfu Ágústusar keisara. Enn er það þannig í dag að allir þeir sem geta gera sitt til að vera með sínu fólki á þessu kvöldi og þeim dögum sem á eftir fylgja koma langt að heiman til að vera heima. Hugur hvílir með þeim sem farnir eru og þeim sem fjarri eru heimabyggð á þessari hátið.

Við höfum verið kölluð saman til hátíðar af röddu sem lætur ekki hátt heldur gælir við eyra svo undan kitlar. Gefum þeirri rödd athygli og hlustum. Dagarnir á undan sem manni fannst vera á harðahlaupum á milli staða í suðvestan og austan slagviðri því sem var íklæddir hversdagsfötunum kasta mæðinni um stund. Það gefst tími til að hlýða á. Eftirvænting þeirra fylgdu okkur hingað og eða þar sem við erum á þessari stundu helgrar hátíðar og við finnum til það besta sem við eigum og kvöldið í kvöld aðfangadagskvöld jóla og þeir dagar sem framundan eru íklæddir því besta.

Það eru komin jól – hátíð sú sem við leyfum okkur að staldra við og njóta. Leyfum okkur að horfa um öxl, leyfum liðnum jólum, liðnum tímum eiga sitt pláss ekki aðeins í huga heldur og öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur um jól. Ég veit ekki hvort þú kirkjugestur góður hafir lagt huga að þessum þætti hátíðarhalds okkar?

Við förum fetið frá loga minninganna sem við ornum okkur við úti í haga liðinna jóla kannski af ótta við það sem framundan er, af ótta við að missa af því sem við höfum. Ekki ólíkt hirðunum sem þekktu sinn stað og sinn tíma við bjarmalogan sem teyfði sig út í næturmyrkrið og þeim birtist undurfögur sýn – þeir ávarpaðir þeim orðum að fara og sjá það sem þeim hafði verið boðað og þeir fóru og við vitum hvað þeir sáu. Við þekkjum söguna við höfum margoft hlýtt á hana. Það sem meira er að við erum tilbúin að hlusta eftir henni aftur og aftur. Hún segir í raun það sem við viljum heyra og finna fyrir. Fagnaðarboðaskap fæðingar barns og kyrrð umhverfisins. Við köllum það fram með hátíðarhaldi því sem við þekkjum svo vel og mælum okkur mót við þessa stundina.

Sanna rödd eða tónn jólanna er rödd eða tónn hógværðar og auðmýktar og þess að við gefum gaum því smáa og einfalda í kringum okkur sem við allrajafna leggjum ekki hug að eða ómökum okkur til að sækjast eftir. Á jólum í aðdraganda jóla eigum við að leyfa okkur eða öðrum að komast að og slá á þessa strengi í hjörtum okkar og finna samhljóðan þess sem engu er líkt, “ekki þessa heims” eins og einhverjum var að orði. Þessvegna eru jólin, jólahátíðin, undirbúningur okkar fyrir hátíðina mikilvæg ekki aðeins hið ytra heldur og hið innra. Að við gefum okkur tima til að leyta inná við þessi jólin og uppgvöta það sem við höfum vanrækt í gegnum tíðina. Sú uppgvötun getur verið á ýmsa vegu, ein gæti verið sú að við höfum verið upptekinn við að uppgvöta allt annað en að slást í för með hirðunum sem fóru að sjá það sem englarnir boðu þeim að sjá. Við urðum eftir við varðeldinn. Jólin eiga að vera allta annað en það að sitja eftir. Jólin kalla á okkur að koma og eiga hlutdeild eiga okkar pláss við jötu drauma okkar og væntinga í lífinu þrátt fyrir kvíða, ótta, depurðar, vonleysis svo marga í aðdraganda þessarar hátíðar.

Fjárhirðanir fóru og gættu að því sem englarnir sögðu þeim á Betlehemsvöllum. Þeir voru kvíðafullir að yfirgefa það sem þeim var treyst fyrir. Hlýja eldsins sem þeir ornuðu sér við hvarf að baki þeim í myrkrið uns það varð aðeins dauf skíma á völlunum. Fyrir hirðunum á Betlehemsvöllum var það sem tók við nýtt upphaf. Það gamla var að baki og “nýr tími” í reifum tók við úthýst af mönnum. Það sama má segja um þessa daga sem “myrkrið” allt um kring kann að halda og segja við okkur sem leggjum við hlustir að allt er búið og ekkert tekur við. Eins og hirðarnir forðum daga hefðu þeir getað setið við og hreyft sig hvergi, það getum við líka. Við vitum betur “ljósið” kom í heiminn og myrkrið varð ekki samt.

Hvers ætlast jólin til af okkur? Í raun einskis annars en að við opnum hjörtu okkar og hug og viðurkennum mennsku okkar gagnvart því sem er ekki þessa heims. Þessa sem við í raun getum ekki fært í orð. Þráum að eiga hlutdeild í kyrrð þess og eílífð.

Víst má segja að þögnin eða kyrrðin í þeirri merkingu sem við allra jafna skilgreinum hana verði ekki allsráðandi næstu klukkustundirnar. Samt er hún aldrei eins hljóðlát og á jólum-þögnin. Hún er í skríkjandi gleði barnanna sem fá gjafirnar og opna þær og opinbera það sem einhver hefur haft hugsun á að kaupa, búa til og færa í umbúðir glaðlegra mynda og lita. Hún er í matnum sem fram er reiddur hún er í fjölskyldunum sem aldrei sem á jólum koma saman og gleðjast.

Það er hægt að þreifa á kyrrstæðri mynd jólaguðspjallsins frá fyrsta orði til þess síðasta en hún endar ekki þar. Ef svo væri þá værum við ekki hér í kvöld á morgun og næstu daga. Íklædd sparifötum og fögnum hátíð. Hátið sem er svo miklu meira en það sem við sjáum með augum. Gefum okkur þá gjöf að hlusta á inntak hátíðarinnar. Hún er stærst innra með hverju og einu okkar. Við erum kölluð til þessarar hátíðar hvert og eitt okkar í kvöld með nafni og spurð af því hvort pláss er að hafa hjá þér í þínu hjarta?

Hverju eigum við að svara? Eða er réttarara að segja hverju svörum við? Svörum við eins og gistihúsaeigandinn “því miður ekkert pláss” en bíddu það er pláss í bílskúrnum hér við hliðiná. Þarf reyndar að taka aðeins til í honum en nógu stórt rými fyrir þig. Ég sagði áðan að sagan endaði ekki þar sem við skiljum við hana. Hún á sér hliðstæðu á öllum tímum og stundum. Hún sér stað í dag í samfélagi okkar og annarra þjóða.

Það er stundum sagt að engum eigi að úthýsa sérstaklega á jólum í raun skal aldrei nokkurri manneskju vera úthýst. Í þessum efnum sést okkur yfir eitt en það erum við sjálf. Hleypum við okkur sjálfum að jötu drauma okkar og væntinga eða stöndum við fyrir utan? Þeirri spurningu er ómögulegt að svara. Hvert og eitt okkar ung eða eldri verðum að gera það upp við okkur sjálf. Okkur er boðið til þeirrar hátíðar er ljósið var borið í heiminn. Megi það ljós lýsa þér og þínum á lífsvegi ykkar í kvöld og hin heilaga nótt vekja með ykkur vissu um að hátíð alls er gengin í garð mannheima og hún vill eiga stefnumót við þig og þína.