Leyndarmálið

Leyndarmálið

En þetta virkar víst ekki svona. Það eru nefnilega ekki til neinir sérfræðingar í trú. Það eru til sérfræðingar í guðfræði, fólk sem getur vitnað í Biblíuna í tíma og ótíma og er frábært í rökræðum um trúmál. En engin þeirra er sérfræðingur í trú.

Hér er hægt að horfa á prédikunina flutta í guðsþjónustu í Grafarvogskirkju Vantrúin mín Ég er vantrúuð! Ég er ekki í félaginu Vantrú en ég held að ég sé vantrúuð.

Ég hef óteljandi sinnum beðið Guð að lækna höfuðverkinn minn þegar hef fengið slæm mígreniköst. En ekkert hefur virkað nema avöru mígrenilyf. Oft hefur það reyndar hvarflað að mér að höfuðverkurinn minn sé ekki efst á kraftaverkalistanum því það þarf að hjálpa svo mörgu öðru fólki sem er alvarlega veikt.

En vandinn er kannski einfaldlega sá að trú mín er of veik.

Þið hélduð kannski að ég væri sérfræðingur í að trúa mikið. Þið hélduð kannski að munkar, nunnur, prestar, djáknar og biskupar, svona fólk sem hefur gert trúmál að ævistarfi, hefðu alltaf gríðarlega sterka trú og væru fullkomlega laus við efann. Kannski eru einhver sem telja að þau sem eru búin að læra mikið um Guð séu kannski komin með svo skothelda trú að hún er eiginlega orðin að Guðsþekkingu og hætt að vera trú. Að við séum með svona beina loftnetstengingu og órofið samband eins og óteljandi fyrirframgreiddar mínútur hjá Nova.

Leyndarmálið En þetta virkar víst ekki svona. Það eru nefnilega ekki til neinir sérfræðingar í trú. Það eru til sérfræðingar í guðfræði, fólk sem getur vitnað í Biblíuna í tíma og ótíma og er frábært í rökræðum um trúmál. En engin þeirra er sérfræðingur í trú.

Eitt af því sem einkennir trúna er nefnilega að það er sama hversu sterka trú þú hefur, hversu mikinn bænakraft þú ert með eða hversu frómu og fallegu lífi þú lifir þú getur aldrei orðið sérfræðingur í trú.

Trú getur verið margskonar.

Við getum líka trúað á ýmislegt.

Við getum trúað á æðri mátt. Við getum trúað á okkur sjálf, á lífið, á kærleikann og fegurðina.

Og trú flytur fjöll. Það er ég viss um. Ef þú hefur trú á sjálfri/sjálfum þér er t.d. líklegra að þú náir markmiðum þínum en ef þú hefur ekki trú á þér.

Dæmi um þetta er fyrirbærið “The Secret”  eða “Leyndarmálið” sem tröllreið öllu hér fyrir nokkrum árum. Og ástæðan fyrir því hversu vinsælt það var, var augljóslega sú að fólk taldi þetta virka. En sjálfshjálparbókin, “The secret” eftir Rhonda Byrne snýst í grófum dráttum um það að við getum laðað til okkar það sem okkur langar í með jákvæðri og markvissri hugsun. Þetta getur snúist um veraldlega hluti, hluti, heilsu og peninga eða um betri heilsu og lífshamingju. Bókin var þýdd á 46 tungumál og seldist í yfir 19 milljónum eintaka.

Ástæðan fyrir þessum vinsældum er án efa sú að við þráum öll góða heilsu, veraldleg gæði í einhverjum mæli og lífshamingju.

En af hverju ætli svo margar manneskjur hafi reynslu af því að þessi aðferð virki? Ætli það snúist virkilega um hugarorku? Að við getum kallað til okkar nýja eldhúsinnréttingu og betri heilsu ef við hugsum nógu mikið um það, sjáum þetta fyrir okkur og hengjum myndir af þessu á ísskápinn?

Getur verið að ástæðan fyrir því að þetta getur virkað sé sú að þegar þú ferð að hugsa um að þú ætlir að láta þér líða betur þá komi að því að heilsan svari þessum jákvæðu hugsunum? Getur verið að þegar þú ert búin að hugsa ákveðið lengi um sófann sem þig langar svo mikið í eða utanlandsferðina þá sértu farin að safna fyrir þessu, ómeðvitað eða meðvitað?

Leyndarmálið, Bænin og Guð Er “The secret” eða “Leyndarmálið” kannski ein tegund af bæn?

Eða getur verið að Guð sé kannski þetta Leyndarmál?

Ef trú mín hefur ekki læknað mig af hausverkjum ætli “Leyndarmálið” virki þá kannski?

Trú þín Í dag heyrðum við um tvo menn sem Jesús læknaði. Annar var afar trúaður en um hinn vitum við ekki mikið því það var faðir hans sem fór til Jesú og sótti hjálp. En þessi faðir átti svo sterka trú að Jesús hrósar honum sérstaklega fyrir hana.

Trú þess sem fékk lækningu fyrst birtist kannski fyrst og fremst í því að hann tekur þá áhættu að finna Jesú, falla niður frammi fyrir honum og biðja hann um hjálp. Hann segir líka við Jesú að hann trúi því að hann geti læknað hann ef hann vilji. Þessi maður var með skelfilegan og bráðsmitandi sjúkdóm og á þessum tíma átti fólk með þennan sjúkdóm og aðra álíka, að halda sig utan við borgina og ekki koma nálægt heilbrigðu og hreinu fólki.

En hann hefur safnað í sig kjark til þess að koma fram til Jesú og ávarpa hann.  Og hvað gerir Jesú? Jú hann réttir fram höndina og snertir þennan óhreina mann sem hann má alls ekki koma við og segist vilja að hann verði frískur. Og viti menn, hann læknaðist samstundis.

Var það trú þessa manns sem bjargaði honum? eða hugsaði hann eftir “The secret” leiðinni? “Ég verð frískur, ég verð frískur, ég verð frískur, Jesús læknar mig...”

Hinn er af allt öðrum toga. Hann er í fínni stöðu í rómverska hernum, valdamikill og vanur að fá það sem hann vill. En hann er líka vanur að hlýða skipunum og að öllum líkindum mjög agaður. Hann er ekki Gyðingur og því er talað um hann sem heiðingja í Biblíunni. En framkoma hans í þessari sögu ber fremur vott um trú eða í það minnsta von, en trúleysi eða vantrú.

Þessi maður kemur til Jesú af föðurkærleika. Sonur hans er veikur heima en samt er eins og hann vilji ekki angra Jesú allt of mikið. Hann gengur til hans (næstum því í hægðum sér eða hikandi) og biður hann að lækna drenginn sinn. Jesús er strax fús til að koma með honum heim og líta á drenginn en af einhverjum ástæðum vill hann ekki að Jesús sé að hafa fyrir því að koma heim til hans. Hann stingur upp á því að hann geri þetta bara úr fjarlægð og hann virðist hafa fulla trú á því að honum sé það mögulegt. Kannski var ástæðan sú að hann var ekki Gyðingur og honum fannst að hann ætti þessa hjálp varla skilið. Kannski var ástæðan sú að hann vildi ekki að gyðingurinn Jesús sæist nálægt heimili hans.

Jesús hrósar manninum fyrir trú hans og sonurinn læknast um leið.

Varð það trú pabbans sem bjargaði syninum? Eða var það “Leyndarmálið” sem fékk hann til að hugsa jákvætt? “Ég veit að hann læknar hann, ég veit að hann læknar hann...”

Trú Guðs Það kemur reyndar ekki fram í þessum tveimur kraftaverkasögum að trúin hafi raunverulega verið það sem bjargaði mönnunum þó það sé vissulega gefið í skyn. Jesús segir nefnilega stundum þegar hann læknar fólk: “Trú þín hefur bjargað þér”. Og hefur það átt við um fólk í svipuðum aðstæðum og karlarnir okkar þrír í dag. Þann veika, pabbann og soninn.

Ett  þó ljóst, að þeir sem báðu Jesús um hjálp stigu báðir út fyrir þægindarammann og tóku báðir áhættur. Það var kannski ekki trú þeirra sem gerði kraftaverkin en bænum beggja var svarað.

Ef við lítum á “The secret” eða “Leyndarmálið” sem bæn. Þá er ég viss um að fleiri myndu átta sig á að við erum alltaf að upplifa svör við bænum okkar.

Ég sagði hér í upphafi að ég væri vantrúuð vegna þess að trú mín hefur ekki læknað höfuðvekina mína og vegna þess að ég efast stundum?

Er ég það? Ég held að við því séu tvö svör: Já og nei.

Já, því það kemur fyrir að ég efast. En ég er hætt að óttast efann. Fyrir mér er efinn hluti af trúnni. Hluti af trúarþroskanum.

Nei, því ég held ekki að trúin sé það sem rauverulega læknar fólk og gerir kraftaverk. Það er Guð sem sér um það. Og Guð svarar bænum þínum hvort sem þær eru meðvitaðar eða ekki. Bornar fram i heitri trú eða með hikandi efa.

Ég trúi því að þegar trú þín er veik, þegar þú ert vantrúuð eða fullur efasemda þá missir Guð ekki trúna á þig. Þá trúir Guð fyrir þig.

Biðjum oft og mikið, hugsum jákvætt og notum hugarorkuna til góðs en verum líka hljóð og óttumst ekki efann. Hann er hluti af trúnni.

Treystu frekar Guði sem hefur fulla trú á þér. Í því felst leyndarmálið. The secret. Amen.