Það er vandi að hjálpa!

Það er vandi að hjálpa!

Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi samtök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki.

Söfnunarbaukar

Samtök sem vilja styðja efnalitla einstaklinga og fjölskyldur hafa verið mikið til umræðu í samfélaginu. Það er enginn vafi á því að þessi samtök vilja hjálpa fólki sem lent hefur í vanda. Það eru margar leiðir til að hjálpa og það er vandi að hjálpa. Markmiðin eru stundum skýr og stundum ekki.

Hjálpina þarf að skipuleggja og setja henni reglur til að tryggja að þau úrræði, fjármunir eða matur sem er til staðar nýtist sem best og komi þeim til góða sem mest þurfa á hjálp að halda. En markmið hjálparstarfs til lengri tíma litið þarf að vera hjálp til sjálfshjálpar annars er fólk gert ómyndugt og ósjálfbjarga.

Nú standa þau hjálparsamtök sem veitt hafa nauðstöddum á Íslandi aðstoð í formi daglegra nauðsynjavara á tímamótum. Það er engin framtíð í óbreyttum starfsháttum. Eitt af markmiðum hefur hljómað þannig: „Eyðum biðröðunum strax!" Næsta spurning hlýtur að vera hvernig? Svarið er margþætt og um það eru skiptar skoðanir. Eitt er að hið opinbera komi með framfærsluviðmið sem félagsþjónustan þarf að uppfylla. Þó þetta viðmið verði sett mun tekjulágt fólk geta lent í vandræðum við skyndilega aukin útgjöld. Þar geta hjálparsamtök komið inn og stutt fólk eða sinnt langvarandi aðstoð.

Að vera öryrki eða atvinnulaus er ekki sama sem að vera fátæk manneskja en það er erfitt fyrir marga að framfleyta sér til langframa á bótum og þá sérstaklega þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Hvernig geta hjálparsamtök stutt þetta fólk sem eykur lífsgæði þeirra en ekki gefið þeim bara mat í poka? Eitt er ráðgjöf t.d um fjármál, aðstoð við að kaupa gleraugu, lyf eða greiða niður kostnað við tómastundaiðkun. Svo getur vel verið að aukið félagsstarf sé það sem helst vantar meðal öryrkja. Gætu þessar hugmyndir verið eitthvað af því sem kemur til greina fyrir hjálparsamtök að beina starfi sínu að þegar endurmeta þarf starfsaðferðir?

Ég hvet öll hjálparsamtök á Íslandi að vera opin fyrir að finna nýjar leiðir í hjálparstarfi og vinna saman að því.