Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu

Rauði þráðurinn í kirkjustarfinu

Eitt af aðalatriðum boðskapar kristinnar trúar er að hvetja fólk til að sýna trú í verki, stunda kærleiksþjónustu. Allt frá upphafi hefur kirkjan sinnt slíkri þjónustu og þar er Jesús Kristur sönn fyrirmynd. Hann skilgreindi líf sitt og dauða sem þjónustu og sjálfan sig sem þjón.

Eitt af aðalatriðum boðskapar kristinnar trúar er að hvetja fólk til að sýna trú í verki, stunda kærleiksþjónustu. Allt frá upphafi hefur kirkjan sinnt slíkri þjónustu og þar er Jesús Kristur sönn fyrirmynd. Hann skilgreindi líf sitt og dauða sem þjónustu og sjálfan sig sem þjón.

Viðhorf til þjónustu í dag er ekki sérstaklega jákvætt. Það sést meðal annars í því hversu lág laun eru greidd fyrir þjónustustörf. Þau sem hafa hæstu launin líta ekki á sig sem þjóna heldur herra yfir öðrum. Sá sem fær há laun er sá sem ræður. Gildismat Jesú Krists stangast algjörlega á við þessi gildi dagsins í dag.

Rauður þráðurEn lítum nú á kirkjuna og hvernig hún stendur sig. Er hún að sinna nauðstöddum og þurfandi fólki sem hefur verið sett til hliðar í samfélaginu? Staðreyndin er sú að kirkjan hjálpar mörgum en það fer ekki hátt. Góðar og uppbyggjandi hlutir eru almennt ekki fréttaefni. Til sérhvers safnaðar kemur fólk til að fá hjálp í ýmsum aðstæðum. Prestar og djáknar leggja sig fram við að hlusta á það og styðja. Stundum er hægt að vísa fólki á Hjálparstarf kirkjunnar til að fá mat og einnig til Fjöldkylduþjónustu kirkjunnar þegar um samskiptaerfiðleika er að ræða.

En hvað er átt við þegar sagt er að kærleiksþjónustan sé rauði þráðurinn í starfi kirkjunnar? Ég fullyrði að ekkert starf sé unnið þar án þess að kærleika sé miðlað eða hann sýndur í verki. Fyrirbænir eru í hverri guðsþjónustu og það er beðið fyrir öllum sem líða og þjást. Sá sem kemur í messu er að uppbyggja sjálfan sig til að fara út og þjóna náunga sínum.

Vonandi sjá kirkjugestir að þetta sé eitt af megin markmiðum guðsþjónustunnar og alls annars starfs sem kirkjan vinnur meðal allra aldurshópa. Kirkja sem ekki stundar kærleiksþjónustu er ekki trúverðug. Þjóðkirkjan vill vera trúverðug og þess vegna hefur hún sett sér það markmið að að efla hana næsta vetur og gera kærleiksþjónustu að sterkum rauðum þræði alls starfs síns.