Hvatning til kirkna Evrópu

Hvatning til kirkna Evrópu

Í þessu greinarkorni mun ég ekki fara nánar út í að skýra hver munurinn er á gömlu og nýju stjórnarskránni, en mig langar miklu fremur að koma á framfæri skýrslu sem þjóðmálanefnd samtakanna kom á framfæri á þinginu og var samþykkt í lok þess. Skýrslan er í sjö liðum og mun ég leitast við að koma sem flestu til skila sem þar stendur.

Þjóðkirkjan á aðild að þremur alþjóðlegum samtökum, Alkirkjuráðinu WCC, Lúterska Heimssambandinu LWF og Kirknasambandi Evrópu CEC, sem eru eins og WCC samkirkjuleg samtök, sem vinna að einingu á milli hinna mismunandi kirkjudeilda í Evrópu. Undirrituð fór nýlega á þing CEC, sem haldið var í Budapest ásamt sr. Gylfa Jónssyni og sr. Maríu Águstsdóttur. Á þinginu var samþykkt ný stjórnarskrá samtakanna, sem á að miða að því að einfalda regluverkið og gera stjórnina skilvirkari með því að fækka stjórnarfólki úr 40 í 20.  Í þessu greinarkorni mun ég ekki fara nánar út í að skýra hver munurinn er á gömlu og nýju stjórnarskránni, en mig langar miklu fremur að koma á framfæri skýrslu sem þjóðmálanefnd samtakanna kom á framfæri á þinginu og var samþykkt í lok þess. Skýrslan er í  sjö liðum og mun ég leitast við að koma sem flestu til skila sem þar stendur.

1. Evrópa á krepputímum. Heimskreppan hefur haft gríðarleg áhrif í samfélög Evrópu, sérstaklega í suður-, austur- og mið-Evrópu. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna og hækkandi verðlag og lækkandi laun hafa mikil áhrif á líf margra.  Félagslega kerfið er undir miklu álagi og sparnaður og lífeyrir er ekki lengur tryggður.  Bilið milli ríkra og fátækra breikkar stöðugt í ríkjum Evrópu. Ríkisstjórnir víða um Evrópu eiga erfitt  með að komast að sameiginlegri niðurstöðu og ábyrgð er ekki tekin eða sett yfir á aðra. Stjórnir ríkjanna hafa í auknum mæli misst traust og þar með hafa öfgahópar vaxið í mörgum Evrópulöndum. Afleiðing þessarar þróunar er kynþáttahatur og spenna og eru afleiðingarnar þær að þeim sem eru  á félagslega jaðrinum er ýtt til hliðar. Kirkjur Evrópu hafa leitast við að takast á við þessar aðstæður með því að hvetja sitt fólk til að vera vakandi gangvart umhverfinu, spara orku og vatn og stunda heiðarleg viðskipti, fletta ofan af vinnuþrælkun og mansali.  Margar kirkjur í Evrópu eru með sérstaka áætlun um félagslega þjónustu, veita menntun og stunda heilsugæslu. Með samstilltu átaki benda kirkjurnar á gildi hverrar manneskju. CEC þingið hvetur allar aðildakirkjur sínar til að standa vörð um þau sem eru á jaðri samfélagsins og hvetur þær til samtals við stjórnmálamenn um lausn þeim til handa sem þjást vegna kreppunnar.

2. Ungt fólk í Evrópu. CEC þingið hefur veitt því athygli að efnahagskreppan hefur náð til allra hópa samfélagsins, sérstaklega ungs fólks sem finnst enginn von vera í framtíðinni og sviptir sig lífi.  Efnahagskreppan hefur nú staðið í fimm ár.  Árið 2012 jókst enn atvinnuleysi í Evrópu. Þetta hefur gríðarleg áhrif á ungt fólk.  Vegna atvinnuleysis ungs fólks í Evrópu þá eru unglingar innflytjenda í meiri hættu á að verða” týnda kynslóðin” en ungt fólk úr öðrum hópum samfélagsins.  Að vera atvinnulaus á unga aldri hefur áhrif á sjálfsmynd unga fólksins, dregur úr sjálfsvirðingu þeirra og sviptir þau von um framtíðina. CEC þingið hvetur allar aðildakirkjur sínar til að styðja ungt fólk sem er í atvinnuleit.  Kirkjurnar geta glætt von hjá ungu fólki þegar þau sjá ekki framtíðina fyrir sér og við skorum á allar kirkjur að byggja upp von í lífi ungs fólks.  Kirkjurnar ættu að skilgreina hlutverk hinna ungu í því að sigrast á fátækt ungs fólks og vekja með þeim réttlætiskennd og samstöðu.

3.  Rómarfólk í Evrópu. CEC þingið 2009 hvatti ríkisstjórnir og kirkjur til að standa vörð um réttindi Rómarfólks, Sinti fólks og annarra þjóða sem ferðast um. CEC þingið í ár gleðst yfir því sem áunnist hefur s.l. fjögur ár.  Samt sem áður ítrekum við fyrra ákall vegna þess að lagaleg staða Rómarfólks er enn veik í mörgum Evrópulöndum.  Því mælum við með því að kirkjurnar hvetji til þess að unnið sé gegn fordómum og misrétti gagnvart þeim. CEC þingið biður ríkisstjórnir um að hafa í gildi áætlun um að bæta aðstæður Rómarfólks, Sinti fólks og annarra þjóða sem ferðast um þegar þeim tekst ekki að mennta börnin sín eins og þau vilja, og aðstoða þau við að fá húsnæði og vinnu. Auk þess hvetur CEC þingið kirkjurnar til að boða trú meðal Rómarfólks og vinna gegn fordómum, misrétti og vanrækslu meðal kirkna.

4. Verndun flóttafólks í Evrópu. CEC þingið lítur með velþóknun á öll jákvæð skref sem tekin eru í átt til þess að skapa pólitískt hæli fyrir flóttafólk. Kirkjur Evrópu vekja athygli á því að ekki má mismuna fólki þegar pólitískt hæli er veitt.  Því hvetja kirkjurnar til þess að Evrópuþingið, Evrópuráðið og ríkisstjórnir Evrópu skoði þann ójöfnuð sem orðið hefur í þessari þróun, sérstaklega eftir að kreppan skall á og þjóðir Suður Evrópu hafa fengið fleiri hælisleitendur en áður. CEC þingið syrgir öll þau sem hafa týnt lífi sínu á leiðinni til frekara öryggis. Þess vegan hvetur þingið kirkjur Evrópu til að minnast allra þeirra sem látið hafa lífið á hættulegri ferð sinni til Evrópu. Auk þess hvetur það ríkisstjórnir Evrópu til að setja það í forgang að bjarga bátum með flóttafólki sem eru í hættu.

5.  Miðausturlönd og Norður-Afrika. a. CEC þingið vekur athygli á “arabiska vorinu” og fulltrúar þingsins þekkja von þjóðanna um lýðræði, stöðugleika og betra líf sem þjóðir þessa heimshluta bera í brjósti. Evrópskar kirkjur tjá samstöðu með bræðrum og systrum, kristnum og muslimum, sem búa í þessum löndum og við berum virðingu fyrir viðleitni þeirra til lýðræðis og stöðugleika auk vilja þeirra til að byggja upp samfélag þar sem mannréttindi eru virt í samræmi við alþjóðasamninga. Við hvetjum aðildarkirkjurnar til að biðja fyrir friði, stöðugleika og hagsæld við Miðjarðarhafið og hvetjum þær til að þróa og styrkja samstarf sína á milli.

b. Sýrland CEC þingið hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Sýrlandi þar sem spenna og ofbeldi eykst með hverjum deginum.  Borgarastríðið hefur nú þegar kostað marga lífið og hefur valdið því að fjöldi fólks er á flótta í nágrannalöndunum.  Við hvetjum alla aðila sem í hlut eiga, svo og Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélgaið allt , að koma á samtali  milli aðila,  hvetja til friðar í Sýrlandi og tryggja varðveislu hinna miklu menningarverðmæta í Sýrlandi þar sem ólíkir menningarstraumar mætast.  Við skorum á þau sem halda föstum Metropolitan Yohann Ibrahim í Aleppo, Metropolitan Boulos Yazigi í Aleppo og ALexandrette í grísk-orþodoxu kirkjunni í Antiokkiu að láta þá tafarlaust lausa. CEC þingið tjáir samstöðu með öllu kristnu fólki sem statt er í Sýrlandi með því að senda samstöðubréf til yfirmanna kirkjunnar.

c. Staðan í Egyptalandi CEC þingið fylgdist með nýjustu fréttum frá Egyptalandi á meðan á þinginu stóð.  Eftir fjölmenn mótmæli þar sem milljónir tóku þátt tók herinn völdin.  Því miður hefur ofbeldi aukist og fólk hefur týnt lífi. CEC þingið tjáir egyptskum borgurum samúð og samstöðu sem eru að reyna að vinna að þvi að finna stöðuga lausn í átt að lýðræði og réttlátari skiptingu auðsins. Við hryggjumst yfir ofbeldi í Egyptalandi og hvetjum alla til að láta af því.  Við hvetjum alla í egyptsku samfélagi til að vinna að auknu lýðræði.  Við hvetjum sérstaklega til friðsamlegrar lausnar milli flokka samfélagsins og hvetjum kirkjur Evrópu til að styðja slíkar lausnir. Við hvetjum aðildarkirkjurnar til að biðja fyrir friði og stöðugu réttlæti í Egyptalandi.  Sem kristnar kirkjur finnum við fyrir samkennd með koptísku kirkjunni í Egyptalandi og öðrum kristnum kirkjum, kristnum bræðrum og systrum sem búa í Egyptalandi og heitum því að vera í góðum tengslum við þau.  Við styðum við alla viðleitni þeirra til kristnar-muslimskrar samvinnu.  Við biðjum fyrir þeim og sannfærum þau um elsku okkar.

d. Staðan í Marokkó. Flóttafólk frá stríðhrjáðum svæðum í Afríku hefur mikil áhrif á Evrópu.  Margt flóttafólk strandar í Marokkó, þar sem lítil sem enginn stuðningur kemur frá stjórninni. Og fólk býr við örbirgð.  Kirkjurnar vinna gott starf á þessum slóðum við að færa flóttafólkinu mat og veita þeim ráðgjöf. CEC þingið hvetur aðildarkirkjurnar til að biðja fyrir þessu fólki og styðja kirkjur sínar við störf þeirra á þessu erfiða svæði.

6. Tjáningarfrelsi CEC þingið lýsti gleði sinni yfir því frelsi sem miðlunartækni nútímans leiðir af sér. Um leið vill það leggja áherslu á að tjáningarfrelsi er forsenda trúfrelsins.

7. Trúfrelsi CEC þingið leggur áherslu á að menningararfur Evrópu sé mikilvægur fyrir sjálfsmynd Evrópu. Vernda þarf kristna helgidóma og þeir þurfa að vera opnir til tilbeiðslu.  Þingið lýsir áhyggjum sínum yfir því að kirkjur hafa verið afhelgaðar s.l. 20 ár. Ef ekki er hægt að halda kristnum kirkjum við, þarf að breyta þeim í söfn sem allir hafa aðgang að og hægt er að nota til tilbeiðslu. CEC þingið viðurkennir þau skref sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa tekið varðandi trúfrelsi.  Samt sem áður vill þingið vekja athygli á því að að fjöldi tyrkneskra kirkna hefur verið breytt í moskur.

8. Handtaka H.E. Jovan erkibiskups í Ohrid og Metropolitansins í Skopje í serbnesku orþódoxu kirkjunni í fyrrum Júgóslavíu. CEC þingið hefur fregnað af handtöku erkibiskups Jovan og álítur að að hún sé vegna baráttu hans fyrir mannréttindum og trúfrelsi. CEC þingið staðfestir ákall WCC til Mannréttindasviðs Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka trúfrelsi varðandi þetta mál. CEC þingið ákallar mannréttindaráð Evrópu til að skoða þetta mál.   Sérstaklega óskar CEC þingið eftir því að stofnanirnar skoði sérstaklega hvort farbann þeirra séu í samræmi við reglur Evrópuráðsins. Við hvetjum aðildakirkjur CEC til að sameinast í bæn og samstöðu með Jovan erkibiskupi með því að senda mótmælabréf til þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á málinu.