Hverjum get ég treyst?

Hverjum get ég treyst?

Ef traust hefur verið brotið í hjónabandi eða sambandi og vilji er fyrir því að byggja það upp að nýju þá er grundvallaratriði að sá eða sú sem braut af sér eða misnotaði traustið sýni iðrun. Iðrunin þarf að vera einlæg svo að aðilinn sem brotið var á, finni sannarlega að iðrun hafi átt sér stað. Fyrr er ekki hægt að byggja upp traust að nýju.

Matt 16.13-26 Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí spurði hann lærisveina sína: „Hvern segja menn Mannssoninn vera?“ Þeir svöruðu: „Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.“ Hann spyr: „En þið, hvern segið þið mig vera?“ Símon Pétur svarar: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Þá segir Jesús við hann: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! Enginn maður hefur opinberað þér þetta heldur faðir minn í himninum. Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum.“ Þá lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum að hann væri Kristur. Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi. En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann: „Guð forði þér frá því, Drottinn, þetta má aldrei fyrir þig koma.“ Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“ Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? Matt 16.13-26   Steinninn Ég ætla að biðja þig að taka fram steininn sem þú fékkst þegar þú komst inn í kirkjuna, halda á honum í lófanum og finna hvernig hann er í laginu.  

Ég ætla að biðja þig að taka fram steininn sem þú fékkst þegar þú komst inn í kirkjuna, halda á honum í lófanum og finna hvernig hann er í laginu. Steinar er til margs nýtir. Klettar og björg tákna traust, það sem er óhagganlegt og það er gott að sumt sé óhagganlegt, alltaf eins.  

Við getum byggt undirstöður og mannvirki úr steinum.  

Við getum notað steina til þess að byggja brýr á milli fólks.  

En steinninn getur líka verið hættulegur.  

Grjót og heilu björgin geta hrunið úr fjallshlíðum.  

Það er hægt að kasta steinum í fólk og dýr.  

Það er hægt að nota steina til þess að skemma, eyðileggja og jafnvel drepa.  

Við getum notað steina til þess að byggja múra milli fólks.  

Steinninn, sem hið óhagganlega og trausta getur líka táknað stöðnum og komið í veg fyrir framfarir.  

Kletturinn Símon Maður dagsins er Símon sem fékk nafnið Pétur eða kletturinn, hinn staðfasti, hinn óhagganlegi.  

Maður dagsins er Símon sem fékk nafnið Pétur eða kletturinn, hinn staðfasti, hinn óhagganlegi. „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ er játning Péturs. Fyrsta trúarjátningin, sú sama og við Kristið fólk játum enn í dag.  

Talað er um að kirkja Krists sé byggð á Pétri eða játningu Péturs.  

Þó er til samskonar játning Mörtu, sem að öllum líkindum átti sér stað fyrr en játning Péturs. Hún er bara ekki talin með enda er kannski erfitt að kalla konu klett og hvað þá að byggja kirkju á konu.  

En hvað sem því líður þá er játning Péturs ekki aðeins hans persónulega játning, heldur er hún borin fram sem játning lærisveinanna. Játning nánustu vina Jesú, játning hinna fyrstu trúuðu.  

Ekki svo traustur Símon Pétur er að mörgu leyti táknmynd hins trausta. Heil kirkja er byggð á orðum hans.  

En hver er þessi maður? Hversu traustur var hann?  

Pétur er einn nánasti vinur Jesú og einn af þeim fyrstu til þess að leggja traust sitt á hann, að játa trú sína á hann.  

En bara stuttu seinna er hann farinn að vanda um fyrir Jesú, telja sig vita betur en hann.  

Og ekkert virtist það vefjast fyrir Pétri að afneita vini sínum, þrisvar.  

Þessi maður sem Jesús velur til þess að byggja kirkju sína á, er ósköp venjuleg manneskja.   Þessi maður sem Jesús velur til þess að byggja kirkju sína á er ósköp venjuleg manneskja. Hvorki meira né minna! Pétur er fullur af mótsögnum, þverstæðum.  

Þessi maður sem Jesús velur til þess að byggja kirkju sína á er ósköp venjuleg manneskja. Hvorki meira né minna!Pétur er fullur af mótsögnum, þverstæðum. Hann er eins og við.  

Hann er traustur en um leið breyskur.  

Jesús valdi ekki Pétur vegna þess að hann var fullkominn.  

Hann valdi Pétur vegna þess að hann trúði!  

Kletturinn er ekki Símon Pétur.  

Kletturinn er trú hans! Kletturinn er Guð sem gaf honum trúna!  

Hverjum get ég treyst? Hverjum get ég þá treyst ef Símoni Pétri, lærisveininum sem Kristin kirkja er byggð á var ekki einu sinni treystandi?  

Traust er grundvöllur fyrir verðugu og innihaldsríku lífi.  

Manneskjan er félagsvera og öll heilbrigð samskipti fólks byggja á trausti. Litla barnið verður að treysta hinum fullorðnu fyrir lífi sínu.  

Kærleikurinn byggir á trausti. Án trausts deyr kærleikurinn.  

Meira að segja viðskipti byggja á trausti.  

Og nú hefur grundvallartraust rofnað í samfélaginu okkar.  

Við eigum erfitt með að treysta ráðafólki landsins, nú hver sem þau eru.  

Steinarnir sem átti að nota til þess að byggja undirstöður samfélagsins voru notaðir í eitthvað allt annað.  

Nú treystum við fáum. Við eigum erfitt með að treysta þeim sem komu okkur í þessar ógöngur og það vantraust bitnar nú einnig á þeim sem vilja leiða okkur út úr þeim. Þeirra hlutskipti er ekki auðvelt því við höfum þegar verið svikin.  

Það er afar eyðileggjandi þegar grundvallar traust hverfur. Hjónaband sem ekki byggir á trausti hefur litla sem enga möguleika á að lifa af ekki tekst að byggja upp traust á nýjan leik.  

Þetta sama á við samfélagið. Ef ekki tekst að byggja upp traust að nýju, ef engir stjórnendur sýna fram á að þau eru traustsins verð þá mun þetta fara enn ver. Það verður önnur stjórnarkreppa. Það getur hreinlega orðið borgarastyrjöld.  

Að byggja upp traust Ef traust hefur verið brotið í hjónabandi eða sambandi og vilji er fyrir því að byggja það upp að nýju þá er grundvallaratriði að sá eða sú sem braut af sér eða misnotaði traustið sýni iðrun. Iðrunin þarf að vera einlæg svo að aðilinn sem brotið var á, finni sannarlega að iðrun hafi átt sér stað. Fyrr er ekki hægt að byggja upp traust að nýju.  

Ef traust hefur verið brotið í hjónabandi eða sambandi og vilji er fyrir því að byggja það upp að nýju þá er grundvallaratriði að sá eða sú sem braut af sér eða misnotaði traustið sýni iðrun. Iðrunin þarf að vera einlæg svo að aðilinn sem brotið var á, finni sannarlega að iðrun hafi átt sér stað. Fyrr er ekki hægt að byggja upp traust að nýju. Það tekur tíma að byggja aftur upp traust sem hefur brotnað. Sérstaklega ef um alvarlegt trúnaðarbrot er að ræða. Í ákveðinn tíma þarf aðilinn sem braut traustið að gefa eftir og gera það sem þarf til þess að vinna traust hins að nýju. Síðan, ef þetta hefur gengið vel og góður tími hefur liði þá verður sá eða sú sem brotið var á að reyna að treysta að nýju og hætta að refsa þeim sem braut trúnaðinn.  

Eitthvað svipað þarf að gerast í íslensku samfélagi. Ef því stjórnmálafólki sem var hér við stjórnvölin síðustu ár og átti þátt í því að landið okkar fór á hausinn eða því sem næst, vill halda áfram að hafa eitthvað að segja verður eitthvað svipað ferli að fara fram og þegar traust er brotið í hjónabandi. Það sama á að sjálfsögðu við útrásarvíkinga og aðra sem fóru offorsi í fjármálum og veðsettu landið í botn og kannski meira en það.  

Það hefur engin iðrun orðið enn sem tekur því að tala um.  

Enn virðist það vera hrokinn sem ræður. Fólk neitar að færa sig til og rýma fyrir öðrum, biðjast afsökunar og viðurkenna að það hafi gert mistök.  

Þetta bitnar síðan á hverjum þeim sem eru kosin til að hreinsa upp og ákveða hvernig við, ég og þú, borgum fyrir þetta. Þeim er ekki treyst frekar en hinum sem fóru illa með okkur. Þau þurfa að sanna sig tvöfalt vegna mistaka annarra.  

Kletturinn Kletturinn, traustið sem kirkjan okkar byggir á er ekki manneskjan Símon Pétur, Marta eða nokkur annar lærisveinn. Kirkjan byggir ekki á mér eða þér.  

Kletturinn, traustið sem kirkjan okkar byggir á er ekki manneskjan Símon Pétur, Marta eða nokkur annar lærisveinn. Kirkjan byggir ekki á mér eða þér. Kletturinn er Jesús Kristur.  

Kletturinn er Guð.  

En það er samt gott til þess að vita að Guð hafi treyst Símoni Pétri þrátt fyrir breyskleika hans. Símon Pétur er kannski táknmynd manneskjunnar. Táknmynd okkar. Okkur er vel treystandi en um leið erum við svo breysk og föllum svo auðveldlega í freistni.  

Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að standa saman. Að hjálpa hvert öðru að vera almennileg. Að setja okkur siðareglur og fara eftir þeim. Að reyna að vera traustsins verð.  

Við verðum að minna hvort annað á að við erum ekki ein, að Jesús Kristur er tilbúinn að vísa okkur veginn, að leiða okkur. Við þurfum að biðja fyrir hvort öðru. Við þurfum að biðja fyrir þeim sem misnotuðu traust okkar. Biðja um iðrum þeirra. Biðja um hjálp við að byggja upp traust að nýju.  

Við getum þetta alveg en við gerum það ekki ein!  

Steinninn Ég ætla að biðja þig að taka steininn með þér heim og nota hann til þess að minna þig á traustið og hversu auðvelt það er að misnota traust. Hugsaðu um barnið sem verður að treysta. Það hefur ekkert val.  

Ég ætla að biðja þig að taka steininn með þér heim og nota hann til þess að minna þig á traustið og hversu auðvelt það er að misnota traust. Hugsaðu um barnið sem verður að treysta. Það hefur ekkert val. Hugsaðu um, að kletturinn sem ávalt er hægt að treysta er ekki við mannfólkið heldur Guð.

Amen.