Vígð til djákna

Vígð til djákna

Það sem breyttist við vígsluna var að kirkjan sendi mig út til annarra á formlegan hátt og gerði það opinberlega. Í dag hefur vígslan þá merkingu að ég sé frátekin til að sinna kærleiksþjónustu allt mitt líf og að styrkur minn til að sinna henni er kominn frá Guði.

Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, í Kolaportinu

Nýlega var djáknavígsla í Dómkirkjunni. Í tengslum við hana varð mér hugsað til minnar eigin vígslu til djákna. Með þessum pistli vil ég gef innsýn í aðdraganda hennar og merkingu fyrir mér.

Áður en ég vígðist var ég virk í kristilegu starfi og trúði því að ég væri kölluð til að breiða út boðskap Krists í orði og verki. Þegar ég byrja í guðfræðideild Háskóla Íslands 1975 fannst mér námið mjög spennandi. Ég velti fyrir mér hver leið mín væri í framtíðinni en það var mér alls ekki ljóst. Ég gæti orðið prestur en það heillaði mig ekki. Kannski mundu aðrir möguleikar koma til greina og það gæti verið áhugavert að starfa við barna- og unglingastarf kirkjunnar. En svo opnaðist leið fyrir mig – leiðin mín var að verða djákni. Ég var búsett í Uppsölum í Svíþjóð og þar var djáknaskóli. Leitin var á enda og ég hóf djáknanám. Hvílíkur léttir að hún skyldi bera árangur. Mér varð ljóst að köllun mín og hlutverk væri að stunda kærleiksþjónustu. Í einlægni sagt vil ég bæta við ... leitast við af fremsta megni ...

Það sem gerðist í vígslunni var að kirkjan staðfesti köllun mína og fól mér hlutverk að vinna í kærleiksþjónustu sinn. Biskupinn brýndi fyrir mér að sinna þjónustunni af trúnaði, leitast við að feta í fótspor Krists í auðmýkt og af heilum huga, styðja og hjálpa fólki, benda á lífsins veg, þjóna í kærleika og ástunda það eitt, að frelsarinn Jesús Kristur mætti verða vegsamlegur fyrir líf mitt og starf. Þegar biskupinn spurði mig „Lofar þú mér fyrir augliti alls vitanda Guðs að gera þetta eftir því sem Guð gefur þér náð til?“ Þá svaraði ég „JÁ“.

Mér var falin þessi þjónusta með því að taka í hönd biskups og hann og vígsluvottar lögðu hendur á höfuð mér. Það var beðið um heilagan anda, að ég mætti vaxa í trú og verða til blessunar fyrir aðra og að Guð réði í öllu áformum mínum, óskum og gjörðum.

Það sem breyttist við vígsluna var að kirkjan sendi mig út til annarra á formlegan hátt og gerði það opinberlega. Í dag hefur vígslan þá merkingu að ég sé frátekin til að sinna kærleiksþjónustu allt mitt líf og að styrkur minn til að sinna henni er kominn frá Guði.

Hvernig hefur mér svo gengið að lifa því lífi sem ég lofaði við vígsluna? Það er barátta að lifa á þann hátt sem ég lofaði. Stundum gengur vel og mér finnst ég standa við loforð mitt. En ef ég gæti ekki játað vanmátt minn í hverri messu með orðunum að ég hafi syndgað í hugsunum, orðum og gjörðum væri ég brotin manneskja. Með því að koma með líf mitt og starf og biðja Guð að fyrirgefa mér sakir miskunnar sinnar get ég stöðugt á ný farið út og sinnt kærleiksþjónustunni áfram í veikum mætti í fylgd frelsarans.

Með vígslu minn var lagður grunnur að þessari þjónustu.