Sársauki á vegi vonar

Sársauki á vegi vonar

Sársaukinn í mannlegu lífi er eitthvert hið mesta alvörumál, eitthvert átakanlegasta umhugsunarefni sem mannsandanum getur mætt hér í þessari jarðnesku tilveru. Það er oft svo að fáumst ekki til að hugsa um það. Við göngum fram hjá þeim þegjandi. Sársauki lífsins er ekki eitt af þeim málum, sem við getum farið með á þann hátt.

Sársaukinn í mannlegu lífi er eitthvert hið mesta alvörumál, eitthvert átakanlegasta umhugsunarefni sem mannsandanum getur mætt hér í þessari jarðnesku tilveru. Það er oft svo að fáumst ekki til að hugsa um það. Við göngum fram hjá þeim þegjandi. Sársauki lífsins er ekki eitt af þeim málum, sem við getum farið með á þann hátt. Það er mál sem hver einasti maður neyðist til að hugsa um. Sársaukinn er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa jarðneska lífs. Sársauki getur verið að margvíslegum toga. Það að fæða barn er sársauki sem konur eru tilbúnar að ganga í gegnum og karlarnir standa hjá-hjálparvana.

Hvað gerum við ekki fyrir börnin okkar eða erum ekki tilbúin að gera fyrir heill þeirra og hamingju. Að ekki sé talað um að ef þau veikjast hastarlega. Í guðspjallinu er leidd fram kanvers kona. Kanverjar var ættfokkur er var fyrir í Gyðingalandi og var þeim að mestu eytt við komu hinnar útvöldu þjóðar gyðinga. Dóttir kanversku konunnar hafði lent í óskaplegu böli svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Sjúkdómi sem á fólk á tímum Jesú hafði ekki annað orð yfir að vera andsetin. Haldin illum anda. Út af þessu óskaplegu böli barnsins síns tekur konan sig upp heiman frá sér á fund Jesú, þegar orðrómurinn hafði borist til hennar um það, að hann, þessi dæmalausi guðlegi líknarveitir, væri komin með lærisveinum sínum þangað í nágrennið, landsbyggð Týrusar og Sídonar. Hvað gerist…þá gerist það að Jesú svarar bænarákalli kanversku konunnar ekki einu orði. Þegjandi og afskiptalaus virðist hann ætla að hliðra sér frá því að svara þessari angistarfullu móður. Ákall konunnar snart við lærisveinum hans. Þarna var Jesús í raun að reyna viðstadda. Eins og áður segir tilheyrðu Kanverjar ekki hinni útvöldu þjóð Gyðinga. Þeir voru leifar frumbyggja er lifðu í fyrndinni í Gyðingalandi. Áttu þeir því samkvæmt gyðinglegu löfmáli ekki neitt tilkall til þess hinna guðsbarna réttinda hinnar útvöldu þjóð. Jesú var að reyna lærisveina sína og minna á að allir eiga rétt á guðsblessun hverju nafni, hverrar þjóðar og litarháttar nefnist. Þótt lærisveinar Jesú hafi orðið orðlausir og væntanlega horft skilningsvana augum á meistara sinn þegar hann svaraði áeggjan þeirra að hjálpa þessari hjálparvana konu. Þá varð konan ekki orðlaus. Hún hélt örugg áfram í bæn sinni eins og áður og féll til fóta Jesú og bað af öllu hjarta -Hjálpa þú mér herra – konan kom fram fyrir Jesú í auðmýkt hjartans, ekki auðmýkt undirgefninnar heldur auðmýkt þess sem trúir einlæglega.

Það er ekki okkar að ákveða og deila út kærleikanum. Við erum ekki þess umkomin að geta í eigin mætti ákveðið á einn eða annan hátt og sagt að þú eða einhver annar eigi guðsblessun skilið.

Máttur og megin

Sagan af kanversku konunni er ekki aðeins saga heldur og vísan á trú. Trú er eitthvað sem við hvert og eitt tökumst á við í einhverri mynd á hverjum degi. Margir þykjast trúa, en það er ekki á Guð, heldur mátt sinn og megin, dugnað sinn, visku, heppni, álit og annara styrkleika eða veikleika á heimsins dóma og fylgi og það sem meira er, að meðan þetta hefur dugað til að geta komist áfram í heiminum. Mörgum nægir þetta viðhorf og leita ekki af öðrum Guði, því síður trúað á hann. Þetta eru gömul sannindi sem ný. Sem o gþað að sumar manneskjur ganga í myrkri og stefna á myrkur. En fyrir barni Guðs skín hin lifandi von ævinlega eins og stjarna. Í mætlæti og reynslu volki lífsins vitum við upp rennur dagur án áhyggna. Því verr sem okkur gengur að ganga veg dyggðarinnar, því meir sem myrkrið verður í kringum okkur, því skýrar skín stjarna vonarinnar. Stjarna vonarinnar blikaði væntanlega í augum kanversku konunnar. Hún mætir ekki Jesú aðeins í orðum eins og andstæðingar hans gerðu heldur mætti hún honum af þörf af líkama og sálu. Henni voru öll sund lokuð. Vegur lífs hennar var varðaður óbærilegri sorg er vildi ekki víkja. Hún hafði farið langan veg til að mæta meistaranum og hún ætlaði sér ekki annað en að fá bót meina dóttur sinnar. Hún lagði af stað með von í hjarta, von um betra líf dóttur hennar til handa. Í raun er raunveruleiki þessi hluti af daglegu lífi okkar. Kannski þessvegna talar guðspjallið sterkt til okkar. Ekki bara það að við sem erum foreldrar getum mátað okku í líðan konunnar heldur er það líka og ekki minna um vert að við höldum á vit hvers dags með þá von að eiga gott og innihaldsríkt líf okkur til handa og þeirra sem standa okkur næst. Spurningin er sú á hvern hátt mætum við þessum væntingum okkar. Með hroka eigin máttar eða setjum við líf okkar í hendur þess sem er tilbúin að hlusta á okkur og væntinar þær sem við geymum í fylgsnum hjarta okkar. “Vegur vonar”

Um daginn þegar ég var að undirbúa þessa hugleiðingu þá kom upp í hugan kvikmynd sem ég sá fyrir nokkrum árum sem heitir “Vegur vonar” Rauði þráður eða bakgrunnur myndarinnar var vonin í heimi sem hefur sumpart glatað henni. Sagt er frá ferðalagi fátækrar fjölskyldu frá Tyrklandi til Sviss. Fjölskyldufaðirinn seldi það litla sem hann átti skildi 6 börn af sjö eftir hjá afa og ömmu í þeirri veiku von að eitt barna hans sem hann tók með, drengur kæmist til mennta. Í stuttu máli þá urðu á vegi þeirra “djöflar í mannsmynd” sem engdust ekki um eða skræktu. Þessir menn gerðu og gera út á vonina um betra líf hjá þessu fólki. Til að gera enn lengri sögu sveipaða dulmögnun kvikmyndarinnar endaði þessi ferð þeirra feðga ekki vel. Uppskeran var angist, dauði og sorg. Þetta er staðreynd sem við göngum framhjá þegjandi á hverjum degi. Það er þjáning heimsins. Þjáning einstaklingsins er og á að vera hluttekning okkar. Í aðra röndina erum við minnt á þetta í guðspjallinu. Við eigum að gleðjast með þeim er gleðst, gráta með þeim sem grætur. Ekki gleðjast eða gera lítið úr tárum þess er kvelst í myrkri vonleysis. Þegar okkur virðist eins og í guðspjallinu í fyrstu að drottinn synji okkur um bænheyrslu þegar við biðjum um líkn í þrautum og hann sama sem neitar að taka þátt í sársauka okkar eða taka hann frá okkur er hann að reyna okkur og áframhald sársaukans geti orðið okkur til blessunar. Eða skyldi hann annars leyfa sársaukan vera til? Við göngum veg vonarinnar með sinn sársauka og gleði. Á þeim vegi er okkur skylt að rétta hjálparhön er hrasar á vegbrún hennar. Gætum að hvar við drepum niður fæti því með hverju skrfi sem við tökum færumst við nær voninni um réttlátan heim er hlustar á rödd þess sem bendir fram á vegin. Veg sannleikans og vonarinnar.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen

Takið postullegri blessun:

Náð Drottin vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. Amen