Jóladagatal

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Jóladagatal Landakirkju

Kirkjan.is þakkar Landakirkju fyrir leyfi til að birta jóladagatalið.

 

Jóladagatal Landakirkju

Núna á aðventunni bryddar Landakirkja upp á þeirri nýbreyttni að vera með jóladagatal sem ber heitið Þakkarorð á jólum.

Í stuttum myndbandsinnslögum munu Vestmannaeyingar tala frá eigin brjósti um þakklæti í tengslum við aðventuna, 

Jólin og jólaboðskapinn og verður afrkasturinn, eitt innslag á dag birt á facebook síðu Landakirkju, ásamt því að berast um aðra miðla Eyjanna og á kirkjan.is.