Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Prestsbakka, 500 Stað
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 170
Sókn
Prestsbakkasókn

Prestsbakkakirkja í Hrútafirði

Prestsbakkakirkja í Hrútafirðivar vígð árið 1957. Hún er steinsteypt hús með timburgólfi og járnklæddu timburþaki. Kórstúka er við austurgafl og forkirkja með anddyri undir turni sem er áfastur vesturstafni. Veggir eru einangraðir með korki, hvelfing er múrhúðuð að innan á trétexklæðningu. Kirkjan rúmar um 170 í sæti. Yfirsmiður kirkjunnar var Ísak Árnason á Sauðárkróki og gerði hann einnig prédikunarstólinn, altari, grátur og bekki.

Altaristaflan var máluð árið 1925 af Sæmundi Skarphéðinssyni á Kollsá, eftir öðru málverki og sýnir Krist í Emmaus. Umgjörð smíðaði Daníel Tómasson, smiður á Kollsá árið 1927. Kirkjan á kaleik úr silfri með áletrun: In memoriam beati Lutherii ecclesia Prestbakkensis. Patína úr silfri fylgir kaleiknum. Kirkjuklukkur Prestsbakkakirkju eru tvær.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi