Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Stað í Hrútafirði, 500 Stað
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 80
Sókn
Staðarsókn

Staðarkirkja í Hrútafirði

Staðarkirkja í Hrútafirði er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1884-1886. Hönnuður hennar var Sigurður Sigurðsson snikkari frá Kleifum. Árið 1908 var lokið við að klæða kirkjuna að utan með bárujárni. Forkirkja og skrúðhús voru smíðuð við kirkjuna árið 1983. Hönnuður breytinganna var Gunnar Jónasson arkitekt. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreist þak. Kirkjan er klædd listaþili, þök bárujárni og hún stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir gluggar, tveir á austurstafni skrúðhúss og einn á framstafni. Í þeim er T-laga póstur og tveir þriggja rúðu rammar neðan þverpósts en þverrammi að ofan. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir.

Altaristaflan er kvöldmáltíðarmynd, máluð á tré. Hún er dönsk og er frá 18. öld. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, smíðuð af Árna Helgasyni silfursmið á Brekku í Norðurárdal. Klukkur eru tvær í turni, báðar litlar líkt og skipsklukkur. Önnur er leturlaus, hin er með ártalinu 1758.

Ljósmynd tók Eysteinn Guðni Guðnason.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi