Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Odda, 851 Hellu
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 110
Sókn
Odda- og Keldnasókn
Prestakall

Oddakirkja

Oddakirkja var vígð 9. nóvember árið 1924. Yfirsmiður kirkjunnar var Tómas Tómasson frá Reyðarvatni á Rangárvöllum. Þrír bogadregnir gluggar eru á hvorri hlið kirkjuskipsins. Gereft og vatnsbretti eru gul. Tveir bogadregnir gluggar eru á hvorri hlið í kór. Turn er upp af forkirkjunni, á þaki hans er járnkross. Á turninum eru 13 bogagluggar, 4 á norður- og suðurhliðum og 5 á framhlið hans ofan við kirkjudyr.

Á sönglofti er 10 radda pípuorgel, smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmíðameistara. Orgelið var formlega tekið í notkun hinn 19. janúar 1992. Altaristaflan sýnir Jesú í Getsemane. Hún er máluð af Anker Lund árið 1895. Kirkjan á gullsleginn kaleik í gotneskum stíl. Hnúðurinn laufmynstraður. Fótleggur áttstrendur, lágmynd af Kristi á krossinum og ígreyptar myndir af helgum mönnum eru á hverjum stéttargeira. Hann er jafnvel talinn vera frá því um 1300.

Kirkjan á einnig gullslegna patínu, sem fylgir þessum kaleik. Þá á kirkjan annan gullsleginn kaleik úr silfri. Stéttin er áttköntuð og fótleggur með stórum hnúð. Hann er mikið prýddur, stéttin er öll þétt vafin að ofan með smágerðu lista-víravirki og sömuleiðis leggurinn. Hann er talinn vera frá því um 1640. Patína út silfri fylgir einnig þessum gamla kaleik. Þá á kirkjan þjónustukaleik úr silfri, sem fyrst er nefndur árið 1641.

Skírnarfontuinn er úr tré, útskorinn, með fótum og sökkulbrún neðst, þakbrún, toppþaki og dúfu efst. Hann er smíðaður af Ámunda Jónssyni kirkjusmið, frá árinu 1802. Í fontinum er áttstrend tinskál, gömul. Þrjár kirkjuklukkur eru úr kopar, tvær stórar og ein minni. Kirkjan tekur 100 manns í sæti. Jón og Gréta Björnsson endurbættu og máluðu kirkjuna árið 1953.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elína Hrund Kristjánsdóttir
  • Sóknarprestur