Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Óspakseyri, Innstrandarvegi, 500 Stað
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 54
Sókn
Óspakseyrarsókn

Óspakseyrarkirkja

Óspakseyrarkirkja er steinsteypt kirkja með 8 metra háum turni á sérbyggðum stöpli. Biskup Íslands vígði kirkjuna þann 14. júlí árið 1940. Þrír gluggar eru á hvorri hlið, einkar sérstæðir. Þeir mynda koptíska boga, sem alkunnir eru í egypskri list og helgihúsum. Altaristaflan er eftir Jóhann Briem og sýnir atburði pálamsunnudagsins. Kirkjan á kaleik og patínu, sem eru gamlir og fallegir silfurgripir. Skírnarfonturinn er renndur úr kjörviði í Árdal í heimasókninni. Kirkjuklukka Óspakseyrarkirkju er frá árinu 1849. Hún er í turni og önnur lítil frá liðinni öld.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elísa Mjöll Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur