Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Skólabraut 13, 300 Akranesi
Símanúmer
4331500
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 170
Sókn
Akranessókn

Akraneskirkja

Akraneskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1895–1896. Hönnuður hennar var Guðmundur Jakobsson forsmiður. Í upphafi voru steypujárnsgluggar í kirkjunni en á árunum 1902–1908 voru þeir fjarlægðir og trégluggar settir í staðinn.

Kirkjan var lengd árið 1965 og skrúðhús gert bak altari. Hönnuður breytinganna var Jóhannes Ingibjartsson byggingafræðingur. Gréta Björnsson skrautmálaði kirkjuna að innan árið 1966. Þakið er krossreist og af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Altaristaflan er eftirmynd Sigurðar Guðmundssonar málara frá árinu 1871 eftir töflu G.T. Wegerens í Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan á silfurkaleik smíðaðan af Stefáni Stefánssyni silfursmið árið 1989. Auk þess á kirkjan silfurkaleik og patínu frá árinu 1974. Í kirkjunni er gifsafsteypa af lágmynd Thorvaldsens, Kristur í Emmaus og gifsafsteypa af lágmynd Thorvaldsens, sem heitir Kristinn kærleikur. Skírnarfonturinn var útskorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera árið 1947. Kirkjuklukka er í kirkjunni frá árinu 1905 og er hún úr kopar. Auk þess eru þrjár kirkjuklukkur úr kopar með rafbúnaði, sem settar voru í kirkjuna árið 1965.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jón Ármann Gíslason
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Ólöf Margrét Snorradóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þóra Björg Sigurðardóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þráinn Haraldsson
  • Sóknarprestur