Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Holtsvegi, 426 Flateyri
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Holtssókn

Holtskirkja

Holtskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1869. Hönnuður hennar var Kristján Vigfússon forsmiður. Steypt var utan á veggi kirkjunnar árið 1937. Hönnuður breytinganna var Jón Hagalínsson trésmiður. Forkirkja úr timbri var reist árið 1969 en hönnuður hennar er ókunnur.

Þak kirkjunnar er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með risþaki. Kirkjan er múrhúðuð, forkirkja klædd slagþili og turn og þök klædd bárujárni. Við kórbak sunnan megin er steinsteyptur reykháfur. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum.

Fjögurra rúðu gluggi með krosspósti er á framstafni forkirkju. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir. Altaristaflan er eftirmynd Brynjólfs Þórðarsonar listmálara frá árinu 1931 eftir töflu Carls Bloch í kirkjunni í Holbæk á Sjálandi og sýnir Krist blessa lítið barn. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru norskir smíðisgripir frá árinu 1888, gefnir af Hans Ellefsen hvalveiðimanni.

Skírnarfonturinn vr smíðaður og skorinn út af Ágústi Sigurmundssyni myndskera í Reykjavík árið 1964. Kirkjuklukkur Holtskirkju eru báðar frá fyrri hluta 16. aldar, sú stærri steypt árið 1526, sú minni árið 1527.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis