Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjuvogi 6, 233 Höfnum
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Kirkjuvogssókn

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1860-1861. Hönnuður hennar var Sigurður Ólafsson forsmiður. Í upphafi var kirkjan klædd listaþili og listasúð, en forkirkja og kór voru reist árið 1866. Þær breytingar hannaði einnig Sigurður Ólafsson forsmiður. Kórveggir voru hækkaðir árið 1885 og árið 1894 voru kirkjuþak og hluti veggja klædd bárujárni og lokið við að klæða veggi um 1917 nema norðurhliðina sem áfram var klædd listaþili. Árið 1942 voru veggir múrhúðaðir að utan. Á árunum 1970-1972 var múrhúðun brotin af og veggir klæddir listaþili eins og í öndverðu og steyptur sökkull undir kirkjuna. Hönnuðir þess voru Hörður Ágústsson listmálari og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt.

Altaristaflan er eftirmynd Sigurðar Guðmundssonar málara frá árinu 1865 af töflu G.T. Wegerens í Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, smíðuð af Ásbirni Jacobsen gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn árið 1860. Skírnarskálin er úr silfurpletti með blómaskrauti á stétt. Hún kom í kirkjuna árið 1929. Kirkjuklukkurnar eru jafnstórar. Önnur ber ártalið 1864, hin er leturlaus.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Baldur Rafn Sigurðsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Helga Kolbeinsdóttir
  • Prestur