Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Grenivíkurkirkja, 610 Reykjavík
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Kirkjugarður
Fjöldi: 200

Grenivíkurkirkja

Grenivíkurkirkja er friðlýst timburkirkja sem byggð var á árunum 1885-1887. Hönnuður hennar var Snorri Jónsson forsmiður á Akureyri. Forkirkjuturn var reistur við kirkjuna árið 1912. Hönnuður hans var Björn Björnsson trésmiður. Kór var reistur við kirkjuna árið 1994. Hönnuður hans var Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Krossreist þök eru á kirkju og kór og eru þau klædd bárujárni. Turninn er burstsettur og á honum hátt píramítaþak klætt sléttu járni. Kirkjan er klædd vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli.

Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á hvorri hlið kórs. Í gluggum er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar og vatnsbretti yfir stutt kröppum. Á framstafni kirkju hvorum megin turns er lítill tveggja rúðu gluggi með bogaramma yfir. Bogadreginn gluggi er á þremur hliðum turns. Í þeim er T-laga póstur og tveir þriggja rúðu rammar neðan þverpósts, en bogarammi að ofan. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar og glerjaðar vængjahurðir.

Altaristaflan var máluð af óþekktum málara eftir altaristöflu danska málarans Carl H. Bloch og sýnir huggarann Krist. Taflan var gefin kirkjunni árið 1906. Kirkjan á silfurkaleik og patínu sem smíðuð voru árið 1838 af Indriða Þorsteinssyni gullsmið á Víðivöllum. Skírnarfonturinn var gerður af Ríkarði Jónssyni myndskera árið 1960. Þá á kirkjan skírnarfat og könnu úr tini, sem smíðuð voru í Kaupmannahöfn og keypt til kirkjunnar árið 1767. Klukkur Grenivíkurkirkju eru báðar úr Höfðakirkju. Þær eru án áletrunar, en beggja er getið í vísitasíu árið 1748.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Hafdís Davíðsdóttir
  • Sóknarprestur