Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Viðey, 104 Reykjavík
Kirkjugarður
Fjöldi: 70

Viðeyjarkirkja

Viðeyjarkirkja er friðlýst kirkja, sem byggð var árið 1774. Hún er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands og var sett á fornleifaskrá í október árið 1962. Kirkjan er hlaðið steinhús og eru veggirnir hlaðnir úr tilhoggnum grásteini. Yfir gluggum og dyrum eru hlaðnir bogar. Á hvorri hlið eru þrír gluggar og einn á framstafni yfir kirkjudyrum. Á kirkjunni er sperruþak úr tilhoggnum viði og er það nákvæmlega krossreist. Veggir eru hvítir, en klukknaport og kvistur biksvört í stíl við þakið. Það sem einkennir kirkjuna er að prédikunarstóllinn er yfir altarinu. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem smíðuð voru af Sigurði Þorsteinssyni gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn. Klukkur Viðeyjarkirkju hanga í klukknaportinu upp af miðju þaki. Sunnan megin er ein klukka frá árinu 1786 og norðan megin er tvær klukkur, sú stærri frá árinu 1752, hin frá árinu 1735.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elínborg Sturludóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinn Valgeirsson
  • Sóknarprestur