
- Magnús G. Gunnarsson
- Prestur

Svalbarðskirkja í Þistilfirði er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1848. Hönnuður hennar var Gísli Þorsteinsson forsmiður frá Stokkahlöðum í Eyjafirði. Þak kirkjunnar er krossreist og klætt bárujárni. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju og á hvorum stafni eru þrír sexrúðu gluggar. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og bjór yfir.
Altaristaflan er dönsk vængjatafla úr tré í barokkstíl. Á miðtöflu er kvöldmáltíðarmynd og innan á vængjum eru myndir af krossfestingu og upprisu. Taflan var gefin Hofskirkju í Vopnafirði árið 1663 og keypt til Svalbarðskirkju árið 1860. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem gefin voru kirkjunni árið 1869. Kaleikurinn kann að vera íslensk smið, en patínan var smíðuð í Kaupmannahöfn árið 1735. Auk þess á kirkjan kaleik og patínu úr látúni frá árinu 1762.
Skírnarfonturinn er úr eik. Hann er enskur, sexstrendur og með loki. Þá ákirkjan skírnarfat úr tini, sem líklega var smíðað í Danmörku um aldamótin 1700. Tvær kirkjuklukkur eru í Svalbarðskirkju. Önnur kom í kirkjuna um miðja 19. öld, hin er eldri.
