
- Bryndís Svavarsdóttir
- Sóknarprestur

Kirkjan sem nú stendur í Breiðavík var vígð þann 21. júní árið 1964. Breiðavík er bær og kirkjustaður við Vík í Rauðasandshreppi. Þar var bænhús framan af öldum en sóknarkirkjan var sett árið 1824.
Henni var þjónað frá Sauðlauksdal, en nú frá Patreksfirði. Kirkjan er steinsteypt og hvítmáluð með turni. Á hvorri hlið eru fjórir bogadregnir gluggar. Gluggar eru sitt hvoru megin við kirkjudyr og kross er á turni. Ýmsir gripir úr Breiðavíkurkirkjum eru í minjasafninu að Hnjóti. Altaristafla kirkjunnar sýnir Krist með þyrnikórónu. Skírnarfonturinn er úr tré með glerskál.
