Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Möðrudal, 660 Mývatni
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 45
Sókn
Möðrudalssókn

Möðrudalskirkja

Í Möðrudal á fjöllum stendur lítil og falleg kirkja sem byggð var árið 1949.

Jón A. Stefánsson (1880-1971) reisti kirkjuna til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, sem lést árið 1944. Kirkjan er byggð á grunni eldri Möðrudalskirkju. Jón bæði smíðaði og skreytti kirkjuna og málaði altaristöfluna, sem sýnir Jesú flytja fjallræðuna. Möðrudalskirkja var vígð sunnudaginn 4. september árið 1949. Á þeim tíma voru aðeins tveir bæir í Möðrudalssókn, Möðrudalur og Víðidalur, og var sóknin þá minnsta sókn landsins. Í turni kirkjunnar eru tvær klukkur. Önnur þeirra, sú minni, hangir uppi en sú stærri liggur á gólfinu í turninum.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur