Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjuvegi, 415 Bolungarvík
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 110
Sókn
Hólssókn

Hólskirkja í Bolungarvík

Hólskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1908. Hönnuður hennar var Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari ríkisins. Efni til kirkjusmíðinnar var tilsniðið í Noregi en síðan hafa viðbyggingar verið smíðaðar hvorum megin við turn.

Risþak er á kirkju en hátt píramítaþak á turni sem gengur út undan sér að neðan. Kirkjan er klædd bárujárni, turnþak sléttu járni og stendur kirkjan á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með þremur gluggum hvor, þeir neðri ívið stærri.

Í gluggum er krosspóstur og fjórar rúður. Yfir þverpósti eru burstlaga rammar um rúður. Lítill gluggi er á hvorri framhlið turnviðbygginga og einn á framhlið turns. Efst á turnhliðum eru þrjú hljómop með hlera fyrir og efst á kórbaki er gluggaop með hlera fyrir. Turngluggar og hljómop eru burstsett. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og burstgluggi yfir. Kristsstytta á altarinu er eftirmynd af styttu Thorvaldsen í Frúarkirkju. Hún stendur á marmarastalli með áletruninni: Friður sé með yður. Hún var komin í kirkjuna árið 1928.

Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru danskir smíðisgripir frá árinu 1801. Þá á kirkjan kaleik og patínu úr nýsilfri, gripir sem gefnir voru kirkjunni árið 1971. Skírnarfonturinn er úr eik, útskorinn af Ríkarði Jónssyni, myndskera árið 1942. Orgel kirkjunnar er átta radda pípuorgel, smíðað á orgelverkstæði Kemper í Lýbíku árið 1960. Kirkjuklukkur Hólskirkju er tvær, önnur frá árinu 1775, hin frá árinu 1620. Þær eru ekki lengur notaðar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis