
- Elína Hrund Kristjánsdóttir
- Sóknarprestur

Hábær er í Þykkvabæ, en talið er að Þykkvibærinn sé byggður í landi hans. Kirkja var flutt þangað frá Háfi árið 1914. Kirkjan, sem nú stendur í Þykkvabæ, er nýtískuleg, stílhrein og líkist píramída. Hún var byggð á árunum 1967-1972. Húsameistari var Ragnar Emilsson.
Kirkjan er úr steinsteypu með timburlofti og fer safnaðarstarf fram á loftinu. Í kirkjunni er skírnarskál frá árinu 1686, en hún var áður í Háfskirkju. Gréta Björnsson málaði skírnarsáinn, sem kirkjan fékk að gjöf árið1953. Altarið prýða róðukross úr tré og leirvasar eftir Magnús Pálsson. Kirkjan á kaleik og patinu frá árinu 1865 hvorutveggja smíðuð af Sigurði Vigfússyni. Kirkjuklukkur er tvær, önnur frá árinu 1787 og hin líklega eldri. Þær voru báðar í Háfskirkju áður.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.
