Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, 600 Akureyri
Símanúmer
462-4162
Bílastæði
Streymi
Fjöldi: 50

Safnakirkjan á Minjasafni Akureyrar

Minjasafnskirkjan var upphaflega byggð á Svalbarði austan Eyjafjarðar árið 1846. Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni var kirkjusmiður. Árið 1965 fékk stjórn Minjasafnsins á Akureyri heimild til að veita kirkjunni viðtöku og var afráðið að gera við hana og flytja hana á grunn gömlu Akureyrarkirkju. Minjasafnskirkjan var endurvígð þann 10. desember árið 1972. Síðan hefur kirkjan gegnt sínu tvíþætta hlutverki sem safnhús og guðshús. Aðrir munir hafa verið gefnir kirkjunni af velunnurum hennar og nokkrir eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Einn dýrmætasti gripur kirkjunnar er ljósahjálmurinn sem ber ártalið 1688, en erfitt er að fullyrða um uppruna hans. Getum hefur verið leitt að því að hann hafi verið fluttur á nítjándu öld úr Hrafnagilskirkju í gömlu Akureyrarkirkjuna.

Altaristaflan er vængjatafla, máluð á tré. Hún sýnir kvöldmáltíðina. Neðst í horninu vinstra megin stendur "er giörd An. 1806". Taflan er íslenskt verk og mun vera máluð af Jóni Hallgrímssyni frá Naustum, en hann og faðir hans Hallgrímur Jónsson máluðu margar altaristöflur á 18. öld. Ljósahjálmurinn er með tveimur krónum og eru sex ljósaliljur á hvorum. Niður úr hjálminum er kúla og á hana er grafið innan í blómakrans "Marten Mogensen 1688". Í kirkjunni er kringlótt skírnarfat úr messing með ígreyptu munstri. Klukkur Minjasafnskirkjunnar er tvær og hanga á ramböldum framan á stafni yfir dyrunum. Önnur þeirra kom með kirkjunni frá Svalbarði, en hin er að öllum líkindum úr Miklagarðskirkju í Eyjafirði sem var aflögð árið 1924.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Aðalsteinn Þorvaldsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Eir Bolladóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóhanna Gísladóttir
  • Prestur