Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hrepphólakirkjuvegi, 846 Flúðum
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Hrepphólasókn
Prestakall

Hrepphólakirkja

Hrepphólakirkja er friðlýst timburkirkja, byggð árið 1909. Hönnuður hennar var Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt. Þakið er krossreist og upp af framstafni hennar er áttstrendur, burstsettur turn á breiðum stalli. Hljómop með hlera er á framhlið turns. Laufskornar vindskeiðar eru undir þakbrúnum. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn á hvorri hlið kórs, allir með tveimur bogarömmum. Á framstafni eru þrír gluggar, miðglugginn samskonar og aðrir gluggar kirkjunnar, en hinir tveir eru minni hálfgluggar.

Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og yfir þeim bogadreginn skorinn tréskjöldur. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson og sýnir Krist upprisinn neyta kvöldverðar með tveimur lærisveinum sínum í Emmaus. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1841. Þá á kirkja þjónustukaleik úr silfri frá árinu 1874. Skírnarfontinn smíðaði Axel Helgason árið 1969. Skírnarskálina gerði Sigurður Arnórsson sama ár. Áletrun á kirkjuklukku í Hrepphólum er frá því fyrir 1150.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Óskar Hafsteinn Óskarsson
  • Prófastur Suðurprófastdæmis