Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Eyrarvegur 6, 425 Flateyri
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Flateyrarsókn

Flateyrarkirkja

Flateyrarkirkja var byggð úr steinsteypu og vígð árið 1936. Hún var byggð af Jóni Jónssyni verktaka á Flateyri eftir teikningu húsameistara ríkisins Einari Erlendssyni. Kirkjan snýr norður – suður og kirkjudyr vita mót suðri.

Mestur hvatamaður að byggingu kirkjunnar var Guðrún Snæbjarnardóttir, eiginkona Óskars Einarssonar héraðslæknis á Flateyri. Kirkjan er málið ljósgul að lit með rautt þak. Hringlaga steindur gluggi er að framan, sem unnin var í Englandi. Steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð eru í kirkjunni, sem unnir voru á árunum 1973-1983. Þeir sýna meðal annars krossfestinguna, píslargönguna, Jesú lækna sjúka, leyfið börnunum að koma til mín, uppstigninguna og yður er í dag frelsari fæddur.

Altaristaflan sýnir Jesú með opinn faðm. Hana málaði Brynjólfur Þórðarson, listmálari. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1823. Skírnarfonturinn er útskorinn úr tré eftir Friðrik Friðleifsson. Skírnarskálin er úr messing, sem Jón biskup Helgason gaf á vígsludegi kirkjunnar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis