Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Munkaþverá, Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri
Bílastæði
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 120

Munkaþverárkirkja

Munkaþverárkirkja er friðlýst timburkirkja frá árinu 1844. Hönnuður hennar var Þorsteinn Daníelsson forsmiður á Skipalóni. Kirkjan var um tíma klædd bárujárni en var aftur klædd slagþili árin 1984–1986. Haukur Stefánsson skrautmálaði kirkjuna að innan. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er lágur ferstrendur turn með íbjúgu pítamítaþaki.

Kirkjan er klædd slagþili, þak bárujárni en turnþak skarsúð og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, þrír á framstafni og fjórir misstórir á kórbaki. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar nema í tveimur gluggum ofarlega á kórbaki. Í þeim er fjögurra rúðu rammi og gluggi sömu gerðar er á framhlið turns.

Sunnan megin á þaki kirkjunnar er kvistur með póstaglugga og tveimur tveggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir. Altaristaflan var máluð af Hauki Stefánssyni málara árið 1953 og sýnir Maríu með Jesúbarnið. Önnur altaristafla sýnir upprisu Krists. Hún er eftirmynd frá 19. öld, fengin í kirkjuna árið 1861. Kirkjan á silfurkaleik og patínu smíðuð af Þorgrími Tómassyni gullsmið á Bessastöðum árið 1835. Skírnarfonturinn er með renndum tréfæti og silfurskál. Klukkur Munkaþverárkirkju eru frá árunum 1729 og 1766.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Aðalsteinn Þorvaldsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Eir Bolladóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóhanna Gísladóttir
  • Prestur