Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Túngötu 1, 430 Suðureyri
Bílastæði
Salerni
Streymi
Fjöldi: 80
Sókn
Staðarsókn

Suðureyrarkirkja

Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er í Staðarsókn í Ísafjarðarprestakalli. Hún var vígð þann 22. nóvember árið 1937. Jón Jónsson, húsasmiður á Flateyri, teiknaði hana og byggði. Kirkjan er vönduð og vegleg steinkirkja. Hún stendur á fallegum stað þegar komið er inn í þorpið og sést víða að.

Kirkjan á marga góða gripi. Altaristaflan er eftirmynd sem listmálarinn Brynjólfur Þórðarson gerði. Ekki er hægt að fullyrða eftir hvaða listamann frummyndin er þó svo bent hafi verið á danska málarann Carl Bloch.

Suðureyrarkirkja við Súgandafjörð er prýdd steindum gluggum eftir Benedikt Gunnarsson, en hann var fæddur á Suðureyri. Gluggarnir komu í kirkjuna árið 2000 og voru gefnir í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu. Gefendur voru velunnarar Suðureyrarkirkju og voru þeir gefnir til minningar um látna ástvini. Fyrst komu tólf gluggar, síðar bættust fleiri við. Gluggarnir eru helsta gersemi Suðureyrarkirkju. Í Suðureyrarkirkju eru tvær klukkur.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis