Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Höskuldsstaðakirkjuvegi, 541 Blönduósi
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 100
Sókn
Höskuldsstaðasókn

Höskuldsstaðakirkja

Höskuldsstaðakirkja var reist á árunum 1958-63 og vígð þann 31. mars árið 1963. Hún er úr járnbentri steinsteypu, en þak er úr timbri og járnklætt. Átta gluggar eru á hlið með hömruðu litgleri. Á austurstafni eru fjórir gluggar og tveir á framstafni. Turn er á vesturstafni, að mestu leyti á mæni kirkjunnar. Í honum er herbergi yfir sönglofti með þremur gluggum á hverri hlið. Efst á turni er trékross. Fyrir útidyrum er harðviðarhurð. Forkirkja er greind frá aðalkirkju með steinvegg. Á honum eru dyr með mahognyklæddri vængjahurð, eins og allar hurðir í kirkjunni.

Altaristaflan er eftir Þórarinn B. Þorláksson. Hún var gerð eftir málverki Karls Bloch: „Komið til mín.“ Hún var fengin til kirkjunnar árið 1910. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1804, sem er íslensk smíð. Skírnarfonturinn er útskorinn af Sveini Ólafssyni. Með skírnarfontinum er skírnarskál af látúni. Kirkjuklukkurnar eru frá árunum 1737 og 1733.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi