Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Setbergi, Framsveitarvegi, 351 Grundarfirði
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60

Setbergskirkja

Setbergskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1892. Hönnuður hennar var Sveinn Jónsson forsmiður frá Djúpadal. Þak kirkjunnar er krossreist og klætt bárujárni, veggir klæddir lóðréttum strikuðum og plægðum borðum og kirkjan stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum og á framstafni er skásettur fjögurra rúðu gluggi. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og fjöl yfir með nafni kirkjunnar og byggingarári. Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 1892 eftir danska málarann Anker Lund og er eftirmynd eftir málverki Carl H. Bloch. Hún sýnir Krist upprisinn fyrir framan grafarmunnann og tvo varðmenn sem hrökklast undan honum. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru danskir gripir frá árinu 1714. Auk þess á kirkjan silfurkaleik og patínu frá því seint á 17. öld. Skírnarfonturinn er renndur og efnismikill tréfótur með sexhyrndri stétt og skál úr gleri. Tvær klukkur eru í Setbergskirkju. Þær eru ekki gamlar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Karen Hjartardóttir
  • Prestur