Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Árbæjarvegi, 851 Hellu
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Árbæjarsókn

Árbæjarkirkja í Holtum

Árbæjarkirkja er friðuð timburkirkja, byggð árið 1887 að líkindum af Hirti Oddssyni,snikkara í Eystri Kirkjubæ í Holtum. Kirkjan er bárujárnsklædd með krossreistu þaki og turni upp af vesturstafni. Kirkjan hvílir á lágum steinsteyptum sökkli og framundan kirkjudyrum eru steinsteyptar tröppur.

Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson frá árinu 1852 og sýnir Maríu Magdalenu og Maríu guðsmóður við kross Krists á Golgata. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri, sem eru danskir smíðisgripir frá árinu 1856. Skírnarfonturinn er eftir Svein Ólafsson myndskera í Reykjavík, gerður árið 1980. Kirkjuklukkurnar eru frá árunum 1600 og 1741.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnbjörg Óladóttir
  • Héraðsprestur Suðurprófastdæmis