Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hesteyrarvegi, 715 Mjóafirði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Brekkusókn

Mjóafjarðarkirkja

Mjóafjarðarkirkja var byggð árið 1892. Yfirsmiður var Ólafur Ásgeirsson frá Loðmundarfirði, seinna á Norðfirði. Kirkjan stendur neðarlega á Borgareyrartúni í Brekkuþorpi og ber hana yfir önnur hús. Kirkjugarðurinn liggur að kirkjunni á tvo vegu og er þar steinsteypt grafhýsi ofan jarðar.

Mjóafjarðarkirkja er timburhús með bárujárnsþaki, klæðning á útveggjum var járnvarin árið 1909. Inni er söngloft og er loft kirkjunnar bogamynduð hvelfing. Grunnur kirkjunnar er hlaðinn úr völdu grjóti, ótilhöggnu, einnig garður umhverfis kirkjugarðinn

Í kirkjunni eru sæti fyrir rösklega 100 manns. Forn koparklukka er í kirkjunni, fornir kertastjakar eru á altari og altaristafla frá 1872. Fagurt málverk er í kirkjunni, gert árið 1871 af W.Holm í Kaupmannahöfn.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur