Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Grunnavík á Hornströndum, 401 Ísafjörður
Kirkjugarður
Fjöldi: 40

Staðarkirkja í Grunnavík

Staðarkirkja í Grunnavík er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1891. Hönnuður hennar var Guðmundur Árnason snikkari. Forkirkjuturn var reistur árið 1932. Hönnuður hans er ókunnur.

Á stöpli er risþak upp að ferstrendum turni. Þök kirkju og turns eru krossreist. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli en stöpull á steinsteyptum kjallara. Steinsteyptur reykháfur er við kórbak norðan megin. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum og einn minni á framhlið stöpuls yfir dyrum. Á framhlið turns er bogadreginn gluggi með T-laga pósti en hljómop með hlera fyrir á hvorri turnhlið.

Fyrir kirkjudyrum eru fjölspjalda vængjahurðir og bogagluggi yfir. Altaristaflan er olíumálverk á striga eftir þýska málarann Theodor Wederpohl og sýnir Jesú sem góða hirðinn í íslensku landslagi.Hún var gefin kirkjunni árið 1926. Kirkjan á silfurhúðaðan kaleik, aldur hans er óviss og smiður óþekktur. Prédikunarstóllinn er sexstrendur með máluðum myndum. Klukka Staðarkirkju var steypt í Árósum í Danmörku árið 1892.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis