Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Svartárdalsvegi, 541 Blönduós
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 60
Sókn
Bergsstaðasókn

Bergstaðakirkja

Bergstaðakirkja er friðlýst timburkirkja frá árinu 1883. Hönnuður hennar var Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist, klætt bárujárni og á því hálfvalmi upp af kórbaki. Upp af vesturstafni en hár og breiður stallur með ferstrent þak upp að turni með píramítaþak. Turnþök eru klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, tveir sömu stærðar á kórbaki en minni gluggi ofarlega á hvorum stafni og lítill gluggi á framhlið turnstalls.

Í þeim er miðpóstur og tveir fjögurra rúðu rammar. Hljómop með hlera og skásettum litlum glugga er á hverri hlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir, hálfsúlur hvorum megin og bjór yfir. Altaristaflan er frá 17. öld. Hún er olíumálverk á tré og sýnir Krist í Emmaus. Kirkjan var gefin Stóru Borgarkirkju í Víðidal árið 1648, en kom í Bergstaðakirkju eftir að sú kirkja var aflögð skömmu fyrir árið 1700. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem smíðuð voru af Helga Þórðarsyni silfursmið frá Brandsstöðum í Blöndudal árið 1822. Tvær kirkjuklukkur eru í Bergstaðakirkju, önnur frá árinu 1734, hin frá árinu 1753.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi