Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Árbæjarsafnið, Kistuhyl 4, 110 Reykjavík
Símanúmer
411-6320
Vefsíða
arbaejarsafn
Bílastæði
Fjöldi: 20

Safnakirkjan í Árbæjarsafni

Safnkirkjan í Árbæjarsafni var reist á árunum 1960-1961. Hún er m.a. smíðuð úr við kirkju sem stóð á Silfrastöðum í Skagafirði á árunum 1842-1896. Eftir það var viðurinn notaður í baðstofu sem var tekin niður árið 1959 og viðurinn fluttur á Árbæjarsafn. Kirkjan er með sama lagi og Víðamýrarkirkja í Skagafirði enda var það sami kirkjusmiður, Jón Samsonarson, sem byggði bæði Víðimýrarkirkju og kirkjuna á Silfrastöðum.

Framan við kirkjuna stendur klukknaport og í því eru þrjár klukkur á ramböldum, allar úr kopar með járnkólfum. Klukkurnar voru fengnar úr skipum sem strönduðu við Ísland. Klukkan í miðju er minnst, 24 cm í þvermál, með áletrun: FRITZ HOMANN | GEESTEMÜNDE | 1910. Á klukku til hægri, séð frá kirkju, er letrað SIRENE, sú klukka er stærst, þvermál 34,5 cm. Ein klukkan er án áletrunar, þvermál hennar er 30 cm. Fritz Homann klukkan kom úr þýskum togara sem eftir nokkrar nafnbreytingar var höggvinn upp í Reykjavík árið 1937 og nefndist þá Geysir BA10.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þór Hauksson
  • Sóknarprestur