Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Klausturvegi, 880 Kirkjubæjarklaustri
Bílastæði
Salerni
Aðgengi
Fjöldi: 80

Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar

Kapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð 17. júní árið 1974. Hún var byggð í minningu Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728-1791), en hann söng hina frægu Eldmessu þann 20. júlí árið 1783 í kirkjunni á Klaustri. Telja margir að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni.

Kirkjan stóð á Kirkjubæjarklaustri til ársins 1859 þegar hún var flutt að prestssetrinu að Prestsbakka vegna uppblásturs. Kirkjan rúmar 80 manns í sæti. Arkitektar voru bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingimar Helgason
  • Sóknarprestur