Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjutröð, 380 Reykhólahreppi
Bílastæði
Hljóðkerfi
Salerni
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 110
Sókn
Gufudals- og Reykhólasókn

Reykhólakirkja

Kirkjur hafa staðið á Reykhólum frá fornu fari. Núverandi kirkja var vígð árið 1963 og meðal merkra muna hennar er gylltur kaleikur og eftirmynd af Maríulíkneski úr eldri kirkjum á staðnum, sem var flutt til Kristskirkju í Reykjavík. Jón Thoroddsen keypti altaristöflu eftir Lövener frá árinu 1834 í Danmörku að ósk móður sinnar fyrir kirkjuna. Leifur Breiðfjörð gerði tvær steindar rúður, sem voru settar í kirkjuna árið 1985. Legsteinn Magnúsar Arasonar, sýslumanns 1599-1655, er í kirkjunni.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elísa Mjöll Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur