Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Stóra Vatnshorni, 371 Búðardal
Bílastæði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Stóra-Vatnshornssókn
Prestakall

Stóra-Vatnshornskirkja

Stóra-Vatnshornskirkja var vígð þann 15. ágúst árið árið 1971. Þríhyrningsformið er gegnumgangandi. Grunnurinn er steinsteyptur, en að öðru leyti er húsið úr timbri. Kirkjuna teiknaði Bjarni Óskarsson byggingafulltrúi, en vinnuteikningar gerði Theodór Árnason. Yfirsmiður kirkjunnar var Þorvaldur Brynjólfsson og smíðaði hann útskorið grindverk framan á loftið, altarið, prédikunarstólinn, bekkina og gráturnar. Klukknaport var reist árið 1974. Kross er yfir altari, hann var gefinn árið 2001 af Þuríði og Kristínu Ólafsdætrum og fjölskyldum þeirra. Kirkja á kaleik og patínu með daufri áletrun. Á stétt kaleiks sést að þar hefur verið skreyting, líklega róðukross, sem nú er horfinn. Skírnarfonturinn er úr tré með skál úr stáli. Hann var smíðaður og útskorinn af Guðmundi Kristjánssyni. Ágætt orgel er á kórlofti af Cleve gerð, sem keypt var árið 1973. Altaristaflan úr gömlu kirkjunni frá árinu 1733 hangir á vegg á móti altarinu. Hún sýnir krossfestingu Krists, greftrun og upprisu. Tvær kirkjuklukkur eru í Stóra Vatnhornskirkju. Sú minni er með áletruninni 1734.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Snævar Jón Andrésson
  • Sóknarprestur